Fótbolti

Ólympíumeistararnir úr leik

Svíar fagna marki.
Svíar fagna marki. vísir/getty
Svíþjóð er komið í undanúrslit í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó, en Svíþjóð vann sigur á Bandaríkjunum í vítaspyrnukeppni á Mané Garrincha leikvanginum í Ríó í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálflek og hélst staðan markalaus þangað til á 61. mínútu þegar Stina Blackstenius kom Svíum óvænt yfir.

Tólf mínútum fyrir leikslok jafnaði þó Alex Morgan fyrir Bandaríkin og staðan jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að grípa til framlengingar.

Bandaríkin var mikið betra liðið í leiknum; átti meðal annars 25 skot að marki gegn sex hjá Svíunum og fengu tólf hornspyrnur gegn þremur hjá Svíum.

Ekki tókst þeim hins vegar að koma boltanum í netið í framlengingunni og því þurfti að útkljá úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust Svíarnir sterkari, en tvær klúðruðu vítaspyrnu hjá þeim á meðan einungis ein klúðraði hjá Svíunum. Þar með eru Ólympíumeistararnir, Bandaríkin, frá því í London 2012 dottnir úr leik.

Bandaríkin mætir annað hvort Brasilíu eða Ástralíu í undanúrslitunum á þriðjudaginn, en þau mætast rétt eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×