Þormóður: Yfirlýsingar ekki okkar íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 08:00 Þormóður eðlilega svekktur. vísir/anton brink Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19
Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00
Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti