Skriðsundsdrottningin Ledecky stórbætti eigið heimsmet Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. ágúst 2016 01:42 Katie Ledecky bregst við heimsmeti sínu í nótt. Vísir/Getty Katie Ledecky er óumdeilanlega skriðsundsdrottning Ólympíuleikanna í Ríó eftir magnaðan árangur hennar á leikunum, nú síðast í nótt. Þá vann hún fjórðu gullverðlaun sín á leikunum og fimmtu verðlaunin alls er hún vann algjöran yfirburðasigur í 800 m skriðsundi. Hún kom í mark á 8:04,79 mínútum og bætti heimsmetið sitt um rúmar tvær sekúndur. Hún var tólf sekúndum á undan Jazmin Carlin, sem vann silfur, í greininni. Sannarlega ótrúlegir yfirburðir. Ledecky vann gull í sömu grein á leikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum en fyrir leikana í Ríó voru það einu verðlaun hennar á Ólympíuleikum. Þau eru nú orðin sex talsins en hún hafði einnig unnið gull í 200 og 400 m skriðsundi, sem og gull í 4x200 m skriðsundi með boðsundssveit Bandaríkjanna og silfur í 4x100 m skriðsundi með sömu sveit. Ledecky er aðeins önnur konan frá upphafi sem vinnur gull í 200, 400 og 800 m skriðsundi á sömu leikunum. En yfirburðir hennar í 800 m skriðsundi eru með ólíkindum. Hún á þrettán bestu tíma sögunnar og til samanburðar má nefna að þegar Becky Adlington frá Bretlandi bætti heimsmetið í greininni á leikunum í Peking árið 2008 synti hún á rúmum þrettán sekúndum lakari tíma en Ledecky gerði í nótt. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Katie Ledecky er óumdeilanlega skriðsundsdrottning Ólympíuleikanna í Ríó eftir magnaðan árangur hennar á leikunum, nú síðast í nótt. Þá vann hún fjórðu gullverðlaun sín á leikunum og fimmtu verðlaunin alls er hún vann algjöran yfirburðasigur í 800 m skriðsundi. Hún kom í mark á 8:04,79 mínútum og bætti heimsmetið sitt um rúmar tvær sekúndur. Hún var tólf sekúndum á undan Jazmin Carlin, sem vann silfur, í greininni. Sannarlega ótrúlegir yfirburðir. Ledecky vann gull í sömu grein á leikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum en fyrir leikana í Ríó voru það einu verðlaun hennar á Ólympíuleikum. Þau eru nú orðin sex talsins en hún hafði einnig unnið gull í 200 og 400 m skriðsundi, sem og gull í 4x200 m skriðsundi með boðsundssveit Bandaríkjanna og silfur í 4x100 m skriðsundi með sömu sveit. Ledecky er aðeins önnur konan frá upphafi sem vinnur gull í 200, 400 og 800 m skriðsundi á sömu leikunum. En yfirburðir hennar í 800 m skriðsundi eru með ólíkindum. Hún á þrettán bestu tíma sögunnar og til samanburðar má nefna að þegar Becky Adlington frá Bretlandi bætti heimsmetið í greininni á leikunum í Peking árið 2008 synti hún á rúmum þrettán sekúndum lakari tíma en Ledecky gerði í nótt.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira