Sport

Phelps kvaddi Ólympíuleikana með 23. gullverðlaunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sundkappinn Michael Phelps lauk ferli sínum á Ólympíuleikunum með 23. gullverðlaunum sínum í 4x100 metra fjórsundi með sveit Bandaríkjanna í Ríó í nótt.

Þetta voru fimmtu gullverðlaun Phelps í Ríó og alls 23. gullverðlaun hans á Ólympíuleikunum en hann vann einnig silfurverðlaun í flugsundi í sumar.

Phelps var þriðji í röðinni hjá Bandaríkjamönnum í nótt og náði forystunni fyrir sína menn og gat Nathan Adrian því synt örugglega í mark og tryggt bandaríska liðinu gullverðlaunin.

Phelps bætti á dögunum 2.168 ára gamalt Ólympíumet sem Leonidas frá Rhodes setti þegar hann nældi í þrettándu einstaklings gullverðlaunin á Ólympíuleikunum.

Hefur Phelps unnið til fleiri gullverðlauna á Ólympíuleikunum en 108 aðrar þjóðir en skemmtilega tölfræði um Phelps má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Phelps sló 2.168 ára gamalt met

Ef það var einhver vafi á því hver væri besti keppandi á Ólympíuleikunum frá upphafi þá drukknaði sá vafi í lauginni í Ríó í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×