Skattaþrælarnir og börnin þeirra Ívar Halldórsson skrifar 15. ágúst 2016 10:45 Ég ætti ég hatt myndi ég hiklaust taka ofan fyrir Jakobi Frímanni fyrir að hugsa út fyrir ríkiskassann og gagnrýna stillingu vogarskála fjármálakerfis okkar. Á Sprengisandi á Bylgjunni renndi hann stoðum undir tillögu sína um að lækka alla skatta niður í „kristilega tíund“. Þetta er þó ekki hugmynd sem hann veiddi upp úr einhverjum hulduhatti. Hann hefur haft fyrir því að leita til lögfræðinga og erlendra fjármálaspekúlanta og fengið sérfræðiálit þeirra. Niðurstaðan er sú að þetta er ekki fjarstæðukennd tillaga. Þvert á móti virðist hún í raun fjárhagslega fýsileg fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtækjaeigendurna og fjölskyldurnar í landinu - og um leið myndi hún stuðla að meiri heiðarleika í skattaframtölum. Það sem ég vil þó sérstaklega hrósa Jakobi Frímanni fyrir, er að segja það sem virðist ekki lengur vera pólitískt rétt að segja. Hann dró fram mikilvægi þeirra sjálfsögðu lýðræðislegu forréttinda að annað foreldrið geti leyft sér að vera heima hjá börnunum og sinnt uppeldi þeirra af alúð. Mér hlýnaði um hjartarætur við að heyra þessi orð sem fengu svo sterkan samhljóm innra með mér. Ég vona að ég hafi ekki verið sá eini sem lifnaði allur við við að heyra þessi orð hans. Við höfum sem þjóðfélag því miður vanrækt uppeldi barna okkar meira en holt má heita, en tölum ekki opinskátt um það á sama hátt og vanrækslu t.d. eldri borgara. Á samfélagið okkar í alvöru að vera sátt við að vanrækja bæði elstu og yngstu borgarana okkar? Höfum við kannski í kæruleysi leyft skynsamlegri og fjölskylduvænni forgangsröðun að týnast í skugga umdeildra áherslna fjármálakerfis okkar? Staðreyndin er sú að venjulegir foreldrar með venjuleg laun hafa ekki lengur val um að vera heima hjá börnum sínum. Vegna skattaþrýstings verða of margir foreldrar að afsala stórum hluta uppeldis barna sinna í hendur starfsmanna leikskóla og dagvistunarstofnana. Það er ekki hægt að leggja uppeldi af hendi opinberra starfsmanna að jöfnu við uppeldi frá ástríkum foreldrum. Uppeldi barna á leikskólum og dagvistarstofnunum er eins og við vitum í höndum örfárra starfsmanna sem ekki geta sinnt kjarngóðu og einstaklingsbundnu uppeldi margra ungra einstaklinga, sem þar eru að mótast, á sama hátt og foreldrarnir. Þess vegna skiptir máli að foreldrar séu stærri hluti af lífi barnanna en fólkið sem leysir þá af. Það er staðreynd að fjöldi foreldra hefur nagandi samviskubit yfir að geta ekki verið með börnum sínum eins mikið og þeir gjarnan vildu sökum mikils vinnuálags. Helgar nýtast heldur ekki eins vel og áður þar sem krakkar flakka í auknum mæli á milli foreldra á skipulögðum pabba- og mömmuhelgum. Þjóðfélagsmyndin er stöðugt að breytast hvað þetta varðar og ekki þó börnunum í vil ef vel er að gáð. Úr þessu þarf að bæta því að mamma og pabbi eru mikilvægasta fólkið í lífi og uppeldi barna okkar. Börn sætta sig ekki við endalausa staðgengla þótt þau geti ekki endilega tjáð sig um það opinskátt. Það er nauðsynlegt að við hlúum að grunnþörfum barnanna og gætum þess að mikilvægustu þarfir þeirra og tilfinningar séu ekki virtar að vettugi. Mikil fjarvera frá foreldrum kemur niður á innri vellíðan barnanna og sálarheill þeirra. Þetta staðfesta rannsóknir sem og heilbrigð skynsemi. Því miður er búið að snúa borðunum í samfélagi okkar þannig að samvera barna og foreldra er orðin eins konar fyrirstaða fyrir fjárhagslegu jafnvægi heimilanna. Það þarf því að senda þau eitthvert í burtu og láta aðra hafa ofan af fyrir þeim á meðan mamma og pabbi safna fyrir sköttum og gjöldum þannig að fjölskyldulífið gangi upp. Þetta er þversögn sem ekki er hægt að sætta sig við. Kröfur ríkis til þegna sinna eru orðnar það miklar að báðir foreldrar þurfa, gegn sinni dýpstu hjartans sannfæringu, að vera fjarri börnum sínum alla virka daga í fullri vinnu. Þetta er svo auðvitað fyrir utan álagsvinnuna sem þeir taka á sig til að eiga fyrir vöxtum og virðisauka. Foreldrar koma þreyttir heim og afgangurinn af orku þeirra og athygli sem launagreiðendur fengu bróðurpartinn af yfir daginn, fer í að reyna að gefa börnunum að borða og koma þeim í háttinn. Uppgefnir foreldrarnir þrá að slaka á eftir langan og erfiðan vinnudag og fá því börnin, ef þau eru þá enn vakandi, oft á tilfinninguna að pabbi og mamma vilji bara koma þeim sem fyrst í draumalandið svo þau geti fengið frið frá þeim til að hlaða batteríin fyrir næsta vinnudag. Börn eiga þó mun betra skilið en einhverja afgangsorku foreldra sinna. Vogarskálarnar hafa vanstillts í gegnum tíðina. Það virðist svo margt vega þyngra á vogarskálunum en farsæld fjölskyldna og nauðsynleg lífsgleði þeirra. Sálrænum og andlegum sjúkdómum barna í okkar samfélagi fjölgar í rökréttu hlutfalli við vaxandi fjarveru útivinnandi foreldra. Við vitum alveg að þetta er vandamál en okkur finnst við ekki mega hafa hátt um það. Í stað þess að horfast í augu við sannleikann höfum við sem farsælt nútímasamfélag ekki vilja horfast í augu við þann vanda sem fer vaxandi vegna þeirra fjárhagslegu byrða sem fjölskyldur þurfa að bera. Framtíð og andleg heilsa barna okkar er í húfi en þó er stöðugt verið að leita að orsökum annars staðar....bara einhvers staðar annars staðar. Við vonumst eftir að finna svör á stöðum sem hreyfa ekki eins mikið við samviskunni - og svo að sjálfsögðu heilögum ríkiskassanum. Við viljum ekki trúa að við höfum misstigið okkur í þessum efnum og það er orðið of sársaukafullt að viðurkenna að kæruleysi, græðgi og slæm forgangsröðun hefur bitnað á börnum okkar. Við erum í einhvers konar samfélagslegri afneitun þegar kemur að uppeldi barna okkar. Já, ef skattabyrðin yrði minnkuð niður í 10% eins og Jakob Frímann leggur til, eða jafnvel bara 15%, gætum við varið meiri tíma með börnum okkar, sem eru framtíð samfélags okkar. Sú staðreynd ein og sér ætti að fylla okkur af eldmóði og gefa okkur þann drifkraft sem þarf til að spóla okkur upp úr þessari ljótu leðju. Við þurfum að sammælast um að ná betri árangri í umsýslu skatta hérlendis og um leið ná betri árangri í að hlúa að fjölskyldueiningunni. Þær eru stoðirnar sem þarf að styrkja því að sterkar stoðir eru ávísun á heilbrigt og farsælt samfélag. Ef við sem lýðræðislegt samfélag leyfum okkur að hætta að láta okkur varða um sálarheill bæði okkar elstu og yngstu þegna...hvers konar samfélag erum við þá eiginlega að byggja?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég ætti ég hatt myndi ég hiklaust taka ofan fyrir Jakobi Frímanni fyrir að hugsa út fyrir ríkiskassann og gagnrýna stillingu vogarskála fjármálakerfis okkar. Á Sprengisandi á Bylgjunni renndi hann stoðum undir tillögu sína um að lækka alla skatta niður í „kristilega tíund“. Þetta er þó ekki hugmynd sem hann veiddi upp úr einhverjum hulduhatti. Hann hefur haft fyrir því að leita til lögfræðinga og erlendra fjármálaspekúlanta og fengið sérfræðiálit þeirra. Niðurstaðan er sú að þetta er ekki fjarstæðukennd tillaga. Þvert á móti virðist hún í raun fjárhagslega fýsileg fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtækjaeigendurna og fjölskyldurnar í landinu - og um leið myndi hún stuðla að meiri heiðarleika í skattaframtölum. Það sem ég vil þó sérstaklega hrósa Jakobi Frímanni fyrir, er að segja það sem virðist ekki lengur vera pólitískt rétt að segja. Hann dró fram mikilvægi þeirra sjálfsögðu lýðræðislegu forréttinda að annað foreldrið geti leyft sér að vera heima hjá börnunum og sinnt uppeldi þeirra af alúð. Mér hlýnaði um hjartarætur við að heyra þessi orð sem fengu svo sterkan samhljóm innra með mér. Ég vona að ég hafi ekki verið sá eini sem lifnaði allur við við að heyra þessi orð hans. Við höfum sem þjóðfélag því miður vanrækt uppeldi barna okkar meira en holt má heita, en tölum ekki opinskátt um það á sama hátt og vanrækslu t.d. eldri borgara. Á samfélagið okkar í alvöru að vera sátt við að vanrækja bæði elstu og yngstu borgarana okkar? Höfum við kannski í kæruleysi leyft skynsamlegri og fjölskylduvænni forgangsröðun að týnast í skugga umdeildra áherslna fjármálakerfis okkar? Staðreyndin er sú að venjulegir foreldrar með venjuleg laun hafa ekki lengur val um að vera heima hjá börnum sínum. Vegna skattaþrýstings verða of margir foreldrar að afsala stórum hluta uppeldis barna sinna í hendur starfsmanna leikskóla og dagvistunarstofnana. Það er ekki hægt að leggja uppeldi af hendi opinberra starfsmanna að jöfnu við uppeldi frá ástríkum foreldrum. Uppeldi barna á leikskólum og dagvistarstofnunum er eins og við vitum í höndum örfárra starfsmanna sem ekki geta sinnt kjarngóðu og einstaklingsbundnu uppeldi margra ungra einstaklinga, sem þar eru að mótast, á sama hátt og foreldrarnir. Þess vegna skiptir máli að foreldrar séu stærri hluti af lífi barnanna en fólkið sem leysir þá af. Það er staðreynd að fjöldi foreldra hefur nagandi samviskubit yfir að geta ekki verið með börnum sínum eins mikið og þeir gjarnan vildu sökum mikils vinnuálags. Helgar nýtast heldur ekki eins vel og áður þar sem krakkar flakka í auknum mæli á milli foreldra á skipulögðum pabba- og mömmuhelgum. Þjóðfélagsmyndin er stöðugt að breytast hvað þetta varðar og ekki þó börnunum í vil ef vel er að gáð. Úr þessu þarf að bæta því að mamma og pabbi eru mikilvægasta fólkið í lífi og uppeldi barna okkar. Börn sætta sig ekki við endalausa staðgengla þótt þau geti ekki endilega tjáð sig um það opinskátt. Það er nauðsynlegt að við hlúum að grunnþörfum barnanna og gætum þess að mikilvægustu þarfir þeirra og tilfinningar séu ekki virtar að vettugi. Mikil fjarvera frá foreldrum kemur niður á innri vellíðan barnanna og sálarheill þeirra. Þetta staðfesta rannsóknir sem og heilbrigð skynsemi. Því miður er búið að snúa borðunum í samfélagi okkar þannig að samvera barna og foreldra er orðin eins konar fyrirstaða fyrir fjárhagslegu jafnvægi heimilanna. Það þarf því að senda þau eitthvert í burtu og láta aðra hafa ofan af fyrir þeim á meðan mamma og pabbi safna fyrir sköttum og gjöldum þannig að fjölskyldulífið gangi upp. Þetta er þversögn sem ekki er hægt að sætta sig við. Kröfur ríkis til þegna sinna eru orðnar það miklar að báðir foreldrar þurfa, gegn sinni dýpstu hjartans sannfæringu, að vera fjarri börnum sínum alla virka daga í fullri vinnu. Þetta er svo auðvitað fyrir utan álagsvinnuna sem þeir taka á sig til að eiga fyrir vöxtum og virðisauka. Foreldrar koma þreyttir heim og afgangurinn af orku þeirra og athygli sem launagreiðendur fengu bróðurpartinn af yfir daginn, fer í að reyna að gefa börnunum að borða og koma þeim í háttinn. Uppgefnir foreldrarnir þrá að slaka á eftir langan og erfiðan vinnudag og fá því börnin, ef þau eru þá enn vakandi, oft á tilfinninguna að pabbi og mamma vilji bara koma þeim sem fyrst í draumalandið svo þau geti fengið frið frá þeim til að hlaða batteríin fyrir næsta vinnudag. Börn eiga þó mun betra skilið en einhverja afgangsorku foreldra sinna. Vogarskálarnar hafa vanstillts í gegnum tíðina. Það virðist svo margt vega þyngra á vogarskálunum en farsæld fjölskyldna og nauðsynleg lífsgleði þeirra. Sálrænum og andlegum sjúkdómum barna í okkar samfélagi fjölgar í rökréttu hlutfalli við vaxandi fjarveru útivinnandi foreldra. Við vitum alveg að þetta er vandamál en okkur finnst við ekki mega hafa hátt um það. Í stað þess að horfast í augu við sannleikann höfum við sem farsælt nútímasamfélag ekki vilja horfast í augu við þann vanda sem fer vaxandi vegna þeirra fjárhagslegu byrða sem fjölskyldur þurfa að bera. Framtíð og andleg heilsa barna okkar er í húfi en þó er stöðugt verið að leita að orsökum annars staðar....bara einhvers staðar annars staðar. Við vonumst eftir að finna svör á stöðum sem hreyfa ekki eins mikið við samviskunni - og svo að sjálfsögðu heilögum ríkiskassanum. Við viljum ekki trúa að við höfum misstigið okkur í þessum efnum og það er orðið of sársaukafullt að viðurkenna að kæruleysi, græðgi og slæm forgangsröðun hefur bitnað á börnum okkar. Við erum í einhvers konar samfélagslegri afneitun þegar kemur að uppeldi barna okkar. Já, ef skattabyrðin yrði minnkuð niður í 10% eins og Jakob Frímann leggur til, eða jafnvel bara 15%, gætum við varið meiri tíma með börnum okkar, sem eru framtíð samfélags okkar. Sú staðreynd ein og sér ætti að fylla okkur af eldmóði og gefa okkur þann drifkraft sem þarf til að spóla okkur upp úr þessari ljótu leðju. Við þurfum að sammælast um að ná betri árangri í umsýslu skatta hérlendis og um leið ná betri árangri í að hlúa að fjölskyldueiningunni. Þær eru stoðirnar sem þarf að styrkja því að sterkar stoðir eru ávísun á heilbrigt og farsælt samfélag. Ef við sem lýðræðislegt samfélag leyfum okkur að hætta að láta okkur varða um sálarheill bæði okkar elstu og yngstu þegna...hvers konar samfélag erum við þá eiginlega að byggja?!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun