Frjálslynda stjórnmálaaflið sem við óskuðum eftir Geir Finnsson skrifar 15. ágúst 2016 10:50 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun