Sport

Biles kvaddi með fjórða gullinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simone Biles vann fern gullverðlaun á sínum fyrstu Ólympíuleikum.
Simone Biles vann fern gullverðlaun á sínum fyrstu Ólympíuleikum. vísir/getty
Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles lauk leik á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sín fjórðu gullverðlaun.

Biles varð hlutskörpust í keppni á gólfi í dag en hún fékk 15.966 stig fyrir æfingar sínar.

Biles var áður búin að vinna gull í liðakeppninni, í fjölþraut og stökki. Þá fékk hún brons á jafnvægisslá.

Sjá einnig: Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn

Alexandra Raisman, félagi Biles í bandaríska liðinu, endaði í 2. sæti og hin 16 ára Amy Tinkler í því þriðja. Tinkler er aðeins önnur breska fimleikakonan sem vinnur til verðlauna í einstaklingskeppni á Ólympíuleikum.

Simone Biles varð aðeins fimmta konan sem vinnur fern gullverðlaun á einum og sömu Ólympíuleikunum.

Agnes Keleti frá Ungverjalandi og Larisa Latynina frá Rússlandi afrekuðu þetta á ÓL í Melbourne 1956, Vera Caslavska frá Tékkóslóvakíu í Mexíkó 1968 og Ekaterina Szabo frá Rúmeníu í Los Angeles 1984.

Auk gullverðlaunanna fjögurra sem Biles vann til á ÓL í Ríó hefur hún unnið 10 gull á HM, fleiri en nokkur önnur fimleikakona í sögunni.

Alexandra Raisman (silfur), Simone Biles (gull) og Amy Tinkler (brons).vísir/getty

Tengdar fréttir

Biles tók þriðja gullið | Myndir

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles náði í dag í sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.

Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×