Stjórnmál og leikir Eiríkur Guðjónsson Wulcan skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun