Listrænar kvikmyndir sýndar í listasafni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:00 Áslaug Guðrúnardóttir segir ekki alla átta sig á stemningunni sem myndast í Hafnarhúsi á fimmtudagskvöldum en nóg er þar að berja augum, meðal annars kvikmyndir. Vísir/Hanna Í kvöld verða sýndar í Hafnarhúsinu fimm kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Myndirnar eru sýndar sem hluti af dagskrá sem er í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem nú stendur yfir í safninu. „Myndirnar sem verða sýndar í dag eru unnar með teiknimyndatækni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, og bætir við að um listrænar kvikmyndir sé að ræða þar sem ekki sé alltaf hægt að finna upphaf og endi. Myndirnar eru gerðar af myndlistarmönnum og eiga þær það allar sameiginlegt að fjalla um dýra- og plönturíkið en sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla gengur út á flokkunarkerfið í náttúrunni. Sýningunni er ætlað að veita áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum ásamt spánnýjum verkum. Sýningarstjóri hennar er Markús Þór Andrésson en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Myndirnar sem sýndar verða í kvöld eru Lumpy Diversity, Crepusculum Animation, A Black Swan eftir Gjörningaklúbbinn, Lusus Naturae og A Story of Creation eftir Siggu Björg Sigurðardóttur. Ekki er um kvikmyndir í hefðbundinni lengd að ræða en myndirnar eiga það sameiginlegt að fara um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna.Í Lusus Naturae er fjallað um hringrás lífsins á draumkenndan máta. Í myndinni A Story of Creation er fylgst með tilurð og örlögum einstaklings og Lump Diversity endurspeglar lokaðan og draumkenndan heim sem lýtur eigin lögmálum. Crepusculum Animation er tengd stærra verkefni leikstjórans þar sem leitað er í norræna goðafræði eftir hugmyndum sem í eina tíð lögðu grunn að mannlegri tilvist. Í mynd Gjörningaklúbbsins, A Black Swan, er sagt frá því hvernig svartur svanur verður óvænt óvelkominn gestur. Ekki er langt síðan byrjað var með dagskrá á fimmtudagskvöldum en ekki vita allir að opið er í safninu til klukkan tíu á fimmtudögum. „Það er líka komið kaffihús og þetta er orðið svolítið skemmtilegur staður svona á fimmtudagskvöldum,“ segir Áslaug. Kvikmyndasýningarnar mundu standa yfir í safninu næstu fimmtudaga en seinasti sýningardagur er þann átjánda. Sýning á kvikmyndunum hefst klukkan 20.00 og gildir aðgöngumiði á safnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Bíó og sjónvarp Matur Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í kvöld verða sýndar í Hafnarhúsinu fimm kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Myndirnar eru sýndar sem hluti af dagskrá sem er í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem nú stendur yfir í safninu. „Myndirnar sem verða sýndar í dag eru unnar með teiknimyndatækni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, og bætir við að um listrænar kvikmyndir sé að ræða þar sem ekki sé alltaf hægt að finna upphaf og endi. Myndirnar eru gerðar af myndlistarmönnum og eiga þær það allar sameiginlegt að fjalla um dýra- og plönturíkið en sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla gengur út á flokkunarkerfið í náttúrunni. Sýningunni er ætlað að veita áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum ásamt spánnýjum verkum. Sýningarstjóri hennar er Markús Þór Andrésson en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Myndirnar sem sýndar verða í kvöld eru Lumpy Diversity, Crepusculum Animation, A Black Swan eftir Gjörningaklúbbinn, Lusus Naturae og A Story of Creation eftir Siggu Björg Sigurðardóttur. Ekki er um kvikmyndir í hefðbundinni lengd að ræða en myndirnar eiga það sameiginlegt að fara um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna.Í Lusus Naturae er fjallað um hringrás lífsins á draumkenndan máta. Í myndinni A Story of Creation er fylgst með tilurð og örlögum einstaklings og Lump Diversity endurspeglar lokaðan og draumkenndan heim sem lýtur eigin lögmálum. Crepusculum Animation er tengd stærra verkefni leikstjórans þar sem leitað er í norræna goðafræði eftir hugmyndum sem í eina tíð lögðu grunn að mannlegri tilvist. Í mynd Gjörningaklúbbsins, A Black Swan, er sagt frá því hvernig svartur svanur verður óvænt óvelkominn gestur. Ekki er langt síðan byrjað var með dagskrá á fimmtudagskvöldum en ekki vita allir að opið er í safninu til klukkan tíu á fimmtudögum. „Það er líka komið kaffihús og þetta er orðið svolítið skemmtilegur staður svona á fimmtudagskvöldum,“ segir Áslaug. Kvikmyndasýningarnar mundu standa yfir í safninu næstu fimmtudaga en seinasti sýningardagur er þann átjánda. Sýning á kvikmyndunum hefst klukkan 20.00 og gildir aðgöngumiði á safnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Bíó og sjónvarp Matur Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira