Fáum við íslenskan úrslitaleik? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 vísir/anton Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira