Erlent

Manafort hættur í kosningaliði Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Manafort.
Paul Manafort. Vísir/AFP
Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum.

Trump staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Manafort hefur verið sakaður um að aðstoða úkraínsk yfirvöld að millifæra háar fjárhæðir til Washington árið 2012.

„Í morgun tilkynnti Paul Manafort um afsögn sína og ég samþykkti hana,“ segir Trump í fréttatilkynningu.

Manafort tók við stöðu kosningastjóra fyrr í sumar þegar Corey Lewandowski lét af störfum.

Mikið hefur verið um hrókeringar í kosningaliði Trump að undanförnu en hann greindi frá því fyrr í vikunni að Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefði tekið við stöðu kosningastjóra, en að Manafort yrði áfram formaður framboðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×