Sport

Heimsmethafinn kúkaði á sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið.
Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið.
Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur.

Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók.

Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma.

Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra.

Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur.

Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir.

Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.

Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×