Stjórnarstefna skiptir máli Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun