Íslenski boltinn

Óttast ekki að rifrildi um liðið leiði til skilnaðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjónin Kristinn Guðbrandsson og Steindóra Steinsdóttir eru samstíga í lífinu. Það sanna þau með því að þjálfa saman.

Þau hafa tekið við kvennaliði ÍA en Þórður Þórðarson hefur látið af störfum með liðið.

„Ég veit ekki hvort þetta sé einsdæmi en þegar leitað var til okkar þá þurftum við ekki marga daga til þess að hugsa okkur um. Við erum mjög spennt,“ segir Steindóra í spjalli við Arnar Björnsson upp á Skaga.

Hún óttast ekki að rifrildi um byrjunarlið eða annað sem snertir skilnað muni leiða til hjónaskilnaðar.

„Nei, við erum búin að vinna saman í fimm ár í Grundarskóla. Svo höfum við mikið þjálfað. Þetta hefur gengið hingað til og ég trúi ekki öðru en að þetta gangi flott áfram.“

Sjá má viðtal Arnars við nýju þjálfarana hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×