Sport

Fury kærður fyrir ólöglega lyfjanotkun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fury þarf að berjast utan hringsins næstu vikur.
Fury þarf að berjast utan hringsins næstu vikur. vísir/getty
Breska lyfjaeftirlitið er búið að kæra heimsmeistarann í þungavigt fyrir ólöglega lyfjanotkun og Fury kærir á móti.

Fury var settur í keppnisbann þann 24. júní síðastliðinn er hann á að hafa fallið á lyfjaprófi. Sama dag dró Fury sig úr bardaga gegn Wladimir Klitschko þar sem hann var meiddur á ökkla.

Hann birti meðal annars mynd af stokkbólgnum ökklanum máli sínu til stuðnings.

Þetta mál er allt hið furðulegasta því Fury hefur sjálfur ákveðið að kæra lyfjaeftirlitið fyrir að halda því fram að hann sé á ólöglegum efnum.

Bann sem Fury var settur í hefur aftur á móti verið aflétt á meðan málið er í rannsókn.

Það verður væntanlega nóg af frétta af þessu sérstaka máli næstu vikur.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×