Sport

Sjáðu myndir af íslenska hópnum á Maracana í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar
Þormóður Árni Jónsson var fánaberi.
Þormóður Árni Jónsson var fánaberi. Vísir/Anton
Ólympíuleikarnir í Ríó voru settir formlega í gærkvöldi með viðamikli setningarathöfn á Maracana-leikvanginunum.

Sambadansarnir og allskonar brasilísk tónlist fengu veglegan sess í sýningu heimamanna en hátíðin var um leið ákall til heimsins um að fara að hugsa betur um náttúruna og að sameinast í baráttunni gegn hlýnum jarðar.

Atriðin tókust mjög vel og það var frábær stemmning á leikvanginum. Setningarathöfnin var reyndar svolítið langdregin sem er erfitt að koma í veg fyrir þegar 206 þjóðir þurfa að ganga inn á völlinn.

Íslenski hópurinn sem gekk inn á völlinni var frekar fámennur enda vantaði helminginn af keppnishópnum. Sundfólkið var að safna kröftum fyrir keppni helgarinnar og ungi frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er ekki kominn til Ríó.

Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir, Irina Sazonova og Þormóður Árni Jónsson gengu inn á leikvanginn ásamt þjálfurum, starfsfólki og fararstjórum íslenska hópsins.

Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru hinsvegar öll eftir í Ólympíuþorpinu. Þau fóru öll á setningarathöfnina fyrir fjórum árum en völdu nú að vera skynsöm og þreyta sig ekki fyrir spennandi keppnishelgi í sundinu.

Anton Brink Hansen, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var meðal þúsunda ljósmyndara á leikvanginum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.

Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×