Sport

Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir

Hrafnhildur varð fjórða í sínum riðli í undanrásunum.
Hrafnhildur varð fjórða í sínum riðli í undanrásunum. vísir/anton
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hrafnhildur synti á tímanum 1:06,81 mínútu og varð fjórða í sínum riðli sem innihélt m.a. heimsmethafann Rutu Meilutyte.

Hrafnhildur var með níunda besta tímann í undanrásunum og komst því örugglega í undanúrslitin sem fara fram í nótt.

Báðar íslensku sundkonurnar á Ólympíuleikunum, Hrafnhildur og Eygló Ósk Gústafsdóttir, eru því komnar áfram í undanúrslitin.

AntonBrink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

vísir/anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×