Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur Lúthersdóttir skoðar tímann sinn eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira