Sport

Hrafnhildur og Eygló Ósk keppa í undanúrslitum í nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur og Eygló Ósk eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum í nótt.
Hrafnhildur og Eygló Ósk eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum í nótt. vísir/anton
Íslensku sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir keppa báðar í undanúrslitum í sínum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.

Hrafnhildur og Eygló brutu blað í íslenskri sundsögu í dag þegar þær komust í undanúrslit í sínum greinum, fyrstar íslenskra kvenna.

Hrafnhildur var með níunda besta tímann í undanrásunum í 100 metra bringusundi en hún synti á 1:06,81. Íslandsmet hennar er 1:06,45.

Eygló Ósk synti á 1:00,89 í 100 metra baksundi og var sextánda inn í undanúrslitin.

Hrafnhildur keppir í seinni riðlinum í undanúrslitunum í 100 metra bringusundi en hún syndir klukkan 01:29.

Eygló keppir í fyrri riðlinum í 100 metra baksundinu en hún syndir klukkan 02:36.

Vísir verður bæði með beina útsendingu og beina textalýsingu frá undanúrslitunum í nótt.


Tengdar fréttir

Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×