Hvað varð um Kevin og Winnie úr Wonder Years? Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 11:47 Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði. Vísir Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years. Bíó og sjónvarp Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira