Fótbolti

Real Madrid fékk ekki að æfa á heimavelli norsks 5. deildarliðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stórstjörnunar í Real Madrid þurfa að finna sér nýjan stað til að æfa á fyrir leikinn um Ofurbikar Evrópu.
Stórstjörnunar í Real Madrid þurfa að finna sér nýjan stað til að æfa á fyrir leikinn um Ofurbikar Evrópu. vísir/getty
Norska 5. deildarliðið Malvik IL setti strik í reikning spænska stórliðsins Real Madrid.

Real Madrid mætir Sevilla í leiknum um Ofurbikar Evrópu 9. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram á Lerkendal stadion, heimavelli Rosenborg, en Madrídarliðið ætlaði að æfa á Viksletta stadion, heimavelli Malvik, í aðdraganda leiksins.

Frode Forbord, forseti Malvik, sagði hins vegar að æfingabúðir, sem norska liðið er með fyrir tæplega 300 börn á sama tíma, gangi fyrir.

„Það væri frábært að fá Real Madrid hingað en við viljum ekki senda 270 börn heim,“ sagði Forbord.

Real Madrid átti kost á því að æfa á Viksletta vellinum á sama tíma og æfingabúðirnar fara fram en spænska liðið hafnaði því þar sem það vildi æfa fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×