Skotárás í verslunarmiðstöð í München Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júlí 2016 16:41 Öryggisviðbúnaður hefur verið mikill í München síðustu daga. Mynd/epa Minnst tíu eru látnir og tuttugu særðir eftir að árásarmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í München í Þýskalandi. Lögreglan telur að árásarmaðurinn sé meðal hinna látnu og er hann talinn hafa svipt sig lífi. Þrír eru í lífshættu. Lögreglan taldi upprunalega að árásarmennirnir hefðu verið allt að þrír, en nú virðist sem að aðeins einn maður hafi gert árásina. Um er að ræða 18 ára mann frá Íran sem bjó í Münich. Lík hans fannst í um kílómetra fjarlægð frá verslunarmiðstöðinni. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Hann heyrðist á myndbandi segjast vera þýskur og er hann sagður hafa öskrað óyrði í garð útlendinga. Neyðarástandið hefur verið lýst yfir í borginni og mun öryggisráð Þýskalands funda á morgun.Hætt verður að bæta við þessa frétt. Áfram verða sagðar fréttir af árásinni á morgun. 22:30 Lögreglan segir að minnst tíu séu særðir eftir árásina. Fjölmiðlar segja að þar á meðal séu einhverjir í lífshættu. Auk þess hafa borist fregnir af því að ein hinna látnu sé 15 ára stúlka og að börn séu meðal þeirra særðu.We know of at least 10 injured persons. Police operations are still running. The Situation is still not clear.#gunfire #munich— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 22:20Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að kalla saman öryggisráð Þýskalands saman á morgun vegna skotárásarinnar. Starfsmannastjóri hennar sagði blaðamönnum að þau ætluðu að ganga úr skugga um að ótti og ómannleg hegðun ætti ekki möguleika á að blómstra í Þýskalandi. 21:30Maður sem varð vitni að upphafi skotárásarinnar við McDonalds-staðinn, sagði þýskri sjónvarpsstöð að árásarmaðurinn hefði öskrað óyrði í garð útlendinga. Luan Zequiri sá einungis einn árásarmann.Þá hafa borist fregnir frá þýskum miðlum að lögreglan telji einn hinna látnu vera árásarmann. Hann er sagður hafa svipt sig lífi. Maðurinn er með bakpoka og lögreglan er sögð óttast sprengja kunni að vera í honum. 20:45Verslunarmiðstöðin hefur verið tæmd, en lögregluþjónar eru enn að störfum þar. Þeir eru að ganga úr skugga um að árásarmenn séu ekki í felum þar. 20:40Lögreglan segir nú að níu séu látnir og verið er að kanna hvort að sá níundi sé einn af árásarmönnunum. Fjölmiðlar ytra höfðu sagt fyrr í kvöld að árásarmaður hefði mögulega svipt sig lífi.We are verifying the possibility of one dead person being involved in the shooting, #München, #oez, #Schießerei— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 20:32 Tala látinna er nú komin í átta samkvæmt lögreglu í München.Sadly there are eight fatal casualties now.#gunfire #munich #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 20:15Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að einn árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana, eða hafi tekið eigið líf. Mögulegt er að í raun hafi bara einn árásarmaður verið að verki, en lögreglan telur þá vera þrjá eftir að hafa rætt við vitni. 19:50 Myndband hefur nú verið birt af árásarmanni þar sem fólk á svölum er að öskra á hann og kalla hann öllum illum nöfnum. Árásarmaðurinn öskrar á þau til baka. Svo virðist sem að árásarmaðurinn segist hafa alist upp í Þýskalandi. Samkvæmt Sky News kallaði árásarmaðurinn: „Ég er þýskur.“ Bandarískur embættismaður segir að upprunalega hafi ISIS-liðar fagnað árásinni mjög á samfélagsmiðlum en seinna hafi dregið úr því þar sem þeir hafi talið mögulegt að aðrir hafi staðið að árásinni. Ekkert hefur þó verið staðfest af lögreglu eða öðrum yfirvöldum.19:40Engar vísbendingar hafa fundist um að um árás íslamista hafi verið að ræða, samkvæmt lögreglunni. Íbúar München eru hvattir til að koma öllum myndböndum sem þeir eiga af árásinni til lögreglu. 19:30 Enn liggja tölur um særða ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að minnst sex eru látnir. Þá getur lögreglan ekki staðfest að önnur skotárás hafi átt sér stað í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Fjöldi árásarmanna hefur heldur ekki verið staðfestur, en lögreglan telur enn að þeir hafi verið þrír. Allir viðbragðsaðilar á svæðinu hafa verið kallaðir út vegna ástandsins. Þá hafa lögregluþjónar frá Austurríki verið kallaðir til aðstoðar. Lögreglan hefur þó staðfest að skotárás hafi einnig átt sér stað götu sem liggur nærri verslunarmiðstöðinni.[1/2] Update: #Schießerei #München #OEZ:- unbekannte Zahl von Verletzten- leider haben wir auch bereits 6 tote Personen zu verzeichnen!— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 [2/2]Außer der Hanauerstraße können wir nach wie vor andere Tatorte nicht bestätigen.#Schießerei #münchen #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 18:55Fregnir hafa borist af því að læknar og hjúkrunarfræðingar í München hafi verið kölluð á vakt á sjúkrahúsum borgarinnar. Enn er ekki vitað hve margir eru látnir og særðir. 18:35Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í München. Götur borgarinnar eru nánast tómar en árásarmaðurinn, eða mennirnir, ganga enn lausir. Lögreglan leitar þeirra í miðbæ borgarinnar. Samgöngu hafa verið stöðvaðar og leigubílastjórar beðnir um að taka ekki farþega.18:07Lögreglan telur að um þrjá árásarmenn hafi verið að ræða. Íbúum borgarinnar er ráðlagt að halda sér heima fyrir og yfirgefa götur München. Lögregla í München er nú með umfangsmiklar aðgerðir í borginni eftir að maður hóf skothríð á fólk í verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum. Lögreglan segir að fólk hafi látið lífið í árásinni, en fjöldi þeirra hefur ekki verið staðfestur. Fjölmiðlar úti hafa talað um allt að fimmtán látna. Innanríkisráðherra Bavaríu segir að búið sé að staðfesta að þrír séu látnir. Á myndbandi sem var er í dreifingu af samfélagsmiðlum má sjá mann hefja skothríð á fólk sem er á hlaupum frá honum fyrir utan McDonalds veitingastað. Maðurinn er sagður hafa flúið í átt að neðanjarðarlestarstöðinni á staðnum. Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði. Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang, sen starfsmenn verslunarmiðstöðvarinnar eru enn í felum. Fjölmiðlar hafa rætt við einhverja þeirra sem segja að fjölmörgum skotum hafi verið hleypt af. Fregnir hafa borist af annarri skotárás á neðanjarðarlestarfstöð í borginni. Lögreglan segist ekki vitað hvort að um fleiri en einn árásarmann hafi verið að ræða, né hvar hann eða þeir eru staddir. Öryggisviðbúnaður hefur verið mikill í München síðustu daga eftir að maður stakk fimm manns í lest í Bæjaralandi fyrr í vikunni. Yfirvöld hafa varað við hættu á frekari árásum. Lögreglan í München greinir frá því á Twitter að mikil lögregluaðgerð standi yfir og hvetur fólk til að forðast svæðið í kringum verslunarmiðstöðina.The suspects are still on the run. Please avoid public places. #munich #oez #gunfire— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 Unconfirmed reports of more violence and possible #gunfire in the City Center. Situation is unclear. Please avoid public Areas. #munich #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 Vert er að vara lesendur við meðfylgjandi myndbandi af því þegar skotárásin hófst. GRAPHIC: Footage of shooter in #Munich, #OEZ as attack leaves at least 3 dead. 3 shooters suspected. #Muenchen pic.twitter.com/CGO8MSXT53— DFR Lab (@DFRLab) July 22, 2016 Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Minnst tíu eru látnir og tuttugu særðir eftir að árásarmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í München í Þýskalandi. Lögreglan telur að árásarmaðurinn sé meðal hinna látnu og er hann talinn hafa svipt sig lífi. Þrír eru í lífshættu. Lögreglan taldi upprunalega að árásarmennirnir hefðu verið allt að þrír, en nú virðist sem að aðeins einn maður hafi gert árásina. Um er að ræða 18 ára mann frá Íran sem bjó í Münich. Lík hans fannst í um kílómetra fjarlægð frá verslunarmiðstöðinni. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Hann heyrðist á myndbandi segjast vera þýskur og er hann sagður hafa öskrað óyrði í garð útlendinga. Neyðarástandið hefur verið lýst yfir í borginni og mun öryggisráð Þýskalands funda á morgun.Hætt verður að bæta við þessa frétt. Áfram verða sagðar fréttir af árásinni á morgun. 22:30 Lögreglan segir að minnst tíu séu særðir eftir árásina. Fjölmiðlar segja að þar á meðal séu einhverjir í lífshættu. Auk þess hafa borist fregnir af því að ein hinna látnu sé 15 ára stúlka og að börn séu meðal þeirra særðu.We know of at least 10 injured persons. Police operations are still running. The Situation is still not clear.#gunfire #munich— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 22:20Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að kalla saman öryggisráð Þýskalands saman á morgun vegna skotárásarinnar. Starfsmannastjóri hennar sagði blaðamönnum að þau ætluðu að ganga úr skugga um að ótti og ómannleg hegðun ætti ekki möguleika á að blómstra í Þýskalandi. 21:30Maður sem varð vitni að upphafi skotárásarinnar við McDonalds-staðinn, sagði þýskri sjónvarpsstöð að árásarmaðurinn hefði öskrað óyrði í garð útlendinga. Luan Zequiri sá einungis einn árásarmann.Þá hafa borist fregnir frá þýskum miðlum að lögreglan telji einn hinna látnu vera árásarmann. Hann er sagður hafa svipt sig lífi. Maðurinn er með bakpoka og lögreglan er sögð óttast sprengja kunni að vera í honum. 20:45Verslunarmiðstöðin hefur verið tæmd, en lögregluþjónar eru enn að störfum þar. Þeir eru að ganga úr skugga um að árásarmenn séu ekki í felum þar. 20:40Lögreglan segir nú að níu séu látnir og verið er að kanna hvort að sá níundi sé einn af árásarmönnunum. Fjölmiðlar ytra höfðu sagt fyrr í kvöld að árásarmaður hefði mögulega svipt sig lífi.We are verifying the possibility of one dead person being involved in the shooting, #München, #oez, #Schießerei— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 20:32 Tala látinna er nú komin í átta samkvæmt lögreglu í München.Sadly there are eight fatal casualties now.#gunfire #munich #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 20:15Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að einn árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana, eða hafi tekið eigið líf. Mögulegt er að í raun hafi bara einn árásarmaður verið að verki, en lögreglan telur þá vera þrjá eftir að hafa rætt við vitni. 19:50 Myndband hefur nú verið birt af árásarmanni þar sem fólk á svölum er að öskra á hann og kalla hann öllum illum nöfnum. Árásarmaðurinn öskrar á þau til baka. Svo virðist sem að árásarmaðurinn segist hafa alist upp í Þýskalandi. Samkvæmt Sky News kallaði árásarmaðurinn: „Ég er þýskur.“ Bandarískur embættismaður segir að upprunalega hafi ISIS-liðar fagnað árásinni mjög á samfélagsmiðlum en seinna hafi dregið úr því þar sem þeir hafi talið mögulegt að aðrir hafi staðið að árásinni. Ekkert hefur þó verið staðfest af lögreglu eða öðrum yfirvöldum.19:40Engar vísbendingar hafa fundist um að um árás íslamista hafi verið að ræða, samkvæmt lögreglunni. Íbúar München eru hvattir til að koma öllum myndböndum sem þeir eiga af árásinni til lögreglu. 19:30 Enn liggja tölur um særða ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að minnst sex eru látnir. Þá getur lögreglan ekki staðfest að önnur skotárás hafi átt sér stað í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Fjöldi árásarmanna hefur heldur ekki verið staðfestur, en lögreglan telur enn að þeir hafi verið þrír. Allir viðbragðsaðilar á svæðinu hafa verið kallaðir út vegna ástandsins. Þá hafa lögregluþjónar frá Austurríki verið kallaðir til aðstoðar. Lögreglan hefur þó staðfest að skotárás hafi einnig átt sér stað götu sem liggur nærri verslunarmiðstöðinni.[1/2] Update: #Schießerei #München #OEZ:- unbekannte Zahl von Verletzten- leider haben wir auch bereits 6 tote Personen zu verzeichnen!— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 [2/2]Außer der Hanauerstraße können wir nach wie vor andere Tatorte nicht bestätigen.#Schießerei #münchen #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 18:55Fregnir hafa borist af því að læknar og hjúkrunarfræðingar í München hafi verið kölluð á vakt á sjúkrahúsum borgarinnar. Enn er ekki vitað hve margir eru látnir og særðir. 18:35Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í München. Götur borgarinnar eru nánast tómar en árásarmaðurinn, eða mennirnir, ganga enn lausir. Lögreglan leitar þeirra í miðbæ borgarinnar. Samgöngu hafa verið stöðvaðar og leigubílastjórar beðnir um að taka ekki farþega.18:07Lögreglan telur að um þrjá árásarmenn hafi verið að ræða. Íbúum borgarinnar er ráðlagt að halda sér heima fyrir og yfirgefa götur München. Lögregla í München er nú með umfangsmiklar aðgerðir í borginni eftir að maður hóf skothríð á fólk í verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum. Lögreglan segir að fólk hafi látið lífið í árásinni, en fjöldi þeirra hefur ekki verið staðfestur. Fjölmiðlar úti hafa talað um allt að fimmtán látna. Innanríkisráðherra Bavaríu segir að búið sé að staðfesta að þrír séu látnir. Á myndbandi sem var er í dreifingu af samfélagsmiðlum má sjá mann hefja skothríð á fólk sem er á hlaupum frá honum fyrir utan McDonalds veitingastað. Maðurinn er sagður hafa flúið í átt að neðanjarðarlestarstöðinni á staðnum. Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði. Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang, sen starfsmenn verslunarmiðstöðvarinnar eru enn í felum. Fjölmiðlar hafa rætt við einhverja þeirra sem segja að fjölmörgum skotum hafi verið hleypt af. Fregnir hafa borist af annarri skotárás á neðanjarðarlestarfstöð í borginni. Lögreglan segist ekki vitað hvort að um fleiri en einn árásarmann hafi verið að ræða, né hvar hann eða þeir eru staddir. Öryggisviðbúnaður hefur verið mikill í München síðustu daga eftir að maður stakk fimm manns í lest í Bæjaralandi fyrr í vikunni. Yfirvöld hafa varað við hættu á frekari árásum. Lögreglan í München greinir frá því á Twitter að mikil lögregluaðgerð standi yfir og hvetur fólk til að forðast svæðið í kringum verslunarmiðstöðina.The suspects are still on the run. Please avoid public places. #munich #oez #gunfire— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 Unconfirmed reports of more violence and possible #gunfire in the City Center. Situation is unclear. Please avoid public Areas. #munich #oez— Polizei München (@PolizeiMuenchen) July 22, 2016 Vert er að vara lesendur við meðfylgjandi myndbandi af því þegar skotárásin hófst. GRAPHIC: Footage of shooter in #Munich, #OEZ as attack leaves at least 3 dead. 3 shooters suspected. #Muenchen pic.twitter.com/CGO8MSXT53— DFR Lab (@DFRLab) July 22, 2016
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira