Skrifaði undir samning en lagði NBA-skóna svo strax upp á hillu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2016 19:45 Amar'e Stoudemire. Vísir/Getty Amar'e Stoudemire hefur spilað sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta en það vakti athygli hvernig hann hætti. Stoudemire spilaði með Dallas Mavericks og Miami Heat eftir að hann yfirgaf New York Knicks á miðju 2014-15 tímabilinu en hann vildi ekki hætta sem leikmaður Miami Heat. Stoudemire fékk því forráðamenn New York Knicks til að gera við sig samning en aðeins til þess að hann gæti hætt sem leikmaður New York Knicks liðsins. „Ég vil þakka herra Dolan, Phil [Jackson] og Steve [Mills] fyrir að semja við mig svo að ég geti hætt sem leikmaður New York Knicks," sagði Amar'e Stoudemire. Amar'e Stoudemire er reyndar bara 33 ára gamall en hann hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og því ekki skilað þeim tölum sem menn bjuggust við. Það er ekki útilokað að hann reyni fyrir sér í löndum eins og Kína enda hefur hann fengið myndarleg tilboð þaðan. Amar'e Stoudemire spilaði 846 leiki í NBA-deildinni á fjórtán tímabilum og var með 18,9 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik. „Ég kom til New York árið 2010 til að hjálpa til við að rífa þetta félag upp og við gerðum það. Carmelo [Anthony], Phil og Steve hafa síðan haldið þeirri för áfram og miðað við þá leikmenn sem komu í sumar þá ætti liðið að komast aftur í úrslitakeppnina á komandi tímabili. Ferillinn hefur farið með mig til annarra staða en hjarta mitt hefur alltaf átt heima í Stóra Eplinu. Einu sinni Knicksari alltaf Knicksari," sagði Amar'e Stoudemire. Amar'e Stoudemire sló í gegn hjá Phoenix Suns þar sem hann spilað átta fyrstu tímabilin sín í NBA-deildinni. Hann stökk síðan á risasamning frá New York sumarið 2010. Hann átti mjög gott fyrsta tímabil með liðinu (25,3 stig og 8,2 fráköst). Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og þar spiluðu meiðslin stóra rullu. NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Amar'e Stoudemire hefur spilað sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta en það vakti athygli hvernig hann hætti. Stoudemire spilaði með Dallas Mavericks og Miami Heat eftir að hann yfirgaf New York Knicks á miðju 2014-15 tímabilinu en hann vildi ekki hætta sem leikmaður Miami Heat. Stoudemire fékk því forráðamenn New York Knicks til að gera við sig samning en aðeins til þess að hann gæti hætt sem leikmaður New York Knicks liðsins. „Ég vil þakka herra Dolan, Phil [Jackson] og Steve [Mills] fyrir að semja við mig svo að ég geti hætt sem leikmaður New York Knicks," sagði Amar'e Stoudemire. Amar'e Stoudemire er reyndar bara 33 ára gamall en hann hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og því ekki skilað þeim tölum sem menn bjuggust við. Það er ekki útilokað að hann reyni fyrir sér í löndum eins og Kína enda hefur hann fengið myndarleg tilboð þaðan. Amar'e Stoudemire spilaði 846 leiki í NBA-deildinni á fjórtán tímabilum og var með 18,9 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik. „Ég kom til New York árið 2010 til að hjálpa til við að rífa þetta félag upp og við gerðum það. Carmelo [Anthony], Phil og Steve hafa síðan haldið þeirri för áfram og miðað við þá leikmenn sem komu í sumar þá ætti liðið að komast aftur í úrslitakeppnina á komandi tímabili. Ferillinn hefur farið með mig til annarra staða en hjarta mitt hefur alltaf átt heima í Stóra Eplinu. Einu sinni Knicksari alltaf Knicksari," sagði Amar'e Stoudemire. Amar'e Stoudemire sló í gegn hjá Phoenix Suns þar sem hann spilað átta fyrstu tímabilin sín í NBA-deildinni. Hann stökk síðan á risasamning frá New York sumarið 2010. Hann átti mjög gott fyrsta tímabil með liðinu (25,3 stig og 8,2 fráköst). Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og þar spiluðu meiðslin stóra rullu.
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira