Íslenski boltinn

Grunur um veðmálasvindl hjá leikmanni í 2. deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Fyrr í sumar var leikmaður látinn fara frá liði í 2. deildinni hér á landi vegna gruns um veðmálasvindl. Fótbolti.net greinir frá.

Leikmaðurinn sem er um ræðir er erlendur. Liðsfélaga hans fór að gruna að hann væri með óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann fékk á sig tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik í leik í 2. deildinni fyrr í sumar.

Í kjölfarið var leikmaðurinn látinn fara frá félaginu og hefur hann ekki leikið fleiri leiki hér á landi síðan þá.

Formaður félagsins sem leikmaðurinn var á mála hjá vildi ekki tjá sig um málið við Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×