Óvænt úrslit á UFC 200 Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2016 11:30 Amanda Nunes gráti næst eftir sigurinn. Vísir/Getty UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00