Öfugsnúin mjólkurhagfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun