„Óhreinn“ keppninautur Hrafnhildar má keppa á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 17:00 Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira