Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 12:16 Vettvangurinn daginn eftir. vísir/epa „Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50