Sumarlegur rækjuréttur: Rækju-taco með pico de gallo Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 15. júlí 2016 17:00 Fallegar matarmyndirnar Snorra og uppskriftir að réttunum er að finna á snorrieldar.com. Snorri Guðmundsson Matgæðingurinn Snorri Guðmundsson hefur haft áhuga á matargerð frá því hann fór að elda ofan í sjálfan sig sem unglingur og prófa að fikta í eldhúsinu. Hann segir fjölskyldu sína alla vera mikið matfólk og yfirleitt mikið um kræsingar í kringum hana. Snorri byrjaði nýlega með eigið blogg þar sem hann setur inn uppskriftir og myndir af matnum sem hann eldar en hann er með ljósmyndadellu á byrjunarstigi að eigin sögn. „Bloggið varð til út frá hvatningu frá vinum og vandamönnum eftir að ég fyllti Facebook-ið hjá mér af matarmyndum. Bloggið var aðallega hugsað til þess að halda utan um matarmyndirnar mínar og þær uppskriftir sem ég held upp á og deila þeim með öðrum sem hafa áhuga. Svo setur það líka smá pressu og hvatningu á mig til þess að halda áfram að læra nýja hluti tengda matargerð og matarljósmyndun.“ Snorri er með ljósmyndadellu á byrjunarstigi að eigin sögn.Snorri Guðmundsson Snorra þykir gaman að búa til karamellur og eftirrétti en skemmtilegast þykir honum þó að prófa að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Hann segist aðallega elda og baka fyrir sína nánustu en að baksturinn endi stundum ofan í vinnufélögunum líka. Snorri gæti ekki verið ánægðari þessa dagana en hann er nýkominn úr brúðkaupsferð frá Bandaríkjunum. Hann og Nanna Guðlaugardóttir giftu sig á dögunum og í ferðinni fékk Snorri innblástur til góðra verka í eldhúsinu. Hann gefur lesendum hér uppskrift að rækju-taco sem hann smakkaði í Los Angeles. „Þar er allt er vaðandi í gómsætum mexíkóskum mat, en þar fékk ég ótrúlega góðar rækju-tacos sem mig langaði til þess að endurskapa hérna heima og þessi uppskrift er afraksturinn af því. Hún er einföld í framkvæmd, sumarleg og gómsæt,“ segir Snorri en fallegu matarmyndirnar hans og uppskriftir að réttunum er að finna á snorrieldar.com. RÆKJU-TACO MEÐ PICO DE GALLO Rækjurnar 24 risarækjur (sirka 350 gr) 2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 tsk. cumin 3/4 tsk. cayenne pipar 1/2 tsk. laukduft (onion powder) 1/2 tsk. reykt paprika 1/2 tsk. salt safi úr 1/4 lime Lýsing: Setjið olíuna í skál, kreistið hvítlaukinn út í og hrærið kryddunum svo saman við. Setjið rækjurnar svo út í blönduna og leyfið þeim að marinerast í að minnsta kosti klukkutíma, því lengur sem þær fá að liggja því meira bragð fæst. Klárið að undirbúa afganginn af meðlætinu áður en rækjurnar eru eldaðar. Steikið rækjurnar á mjög heitri pönnu í sirka 2,5 mínútur á hvorri hlið. Kreistið svo lime safa yfir að lokum.Guacamole3 avókadó1 hvítlauksrif1/4 pakkning ferskur kóríander (líka stilkarnir)safi úr 1/4 limesalt & pipar eftir smekkLýsing: Blandið öllum hráefnunum vel saman í matvinnsluvél.Pico de gallo1 pakki kirsuberjatómatar1 lítill rauðlaukur1 jalapeño eða rautt chili1 hvítlauksrif1/2 bolli kóríanderlaufSafi úr 1/4 limeSalt & pipar eftir smekkLýsing: Skerið allt hráefnið smátt og blandið vel saman.Sýrði rjóminn100 g 10% sýrður rjómi2 msk. smátt skorin kóríanderlaufsafi úr 1/4 limeLýsing: Hrærið öllum hráefnunum vel saman.Rauðkálssalat100 g rauðkál skorið þunnt2 rifnar gulrætur1 pakkning mini-tortillur(8 stykki)Lýsing: Hitið að lokum mini-tortillurnar á pönnu og raðið svo á þær guacamole, rauðkálssalatinu, pico de gallo, rækjunum og toppið með sýrða rjómanum. Skreytið með afgangs kóríander og njótið. Öllu er raðað á mini-tortillurnar og þá er rétturinn tilbúinn.Snorri Guðmundsson Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matgæðingurinn Snorri Guðmundsson hefur haft áhuga á matargerð frá því hann fór að elda ofan í sjálfan sig sem unglingur og prófa að fikta í eldhúsinu. Hann segir fjölskyldu sína alla vera mikið matfólk og yfirleitt mikið um kræsingar í kringum hana. Snorri byrjaði nýlega með eigið blogg þar sem hann setur inn uppskriftir og myndir af matnum sem hann eldar en hann er með ljósmyndadellu á byrjunarstigi að eigin sögn. „Bloggið varð til út frá hvatningu frá vinum og vandamönnum eftir að ég fyllti Facebook-ið hjá mér af matarmyndum. Bloggið var aðallega hugsað til þess að halda utan um matarmyndirnar mínar og þær uppskriftir sem ég held upp á og deila þeim með öðrum sem hafa áhuga. Svo setur það líka smá pressu og hvatningu á mig til þess að halda áfram að læra nýja hluti tengda matargerð og matarljósmyndun.“ Snorri er með ljósmyndadellu á byrjunarstigi að eigin sögn.Snorri Guðmundsson Snorra þykir gaman að búa til karamellur og eftirrétti en skemmtilegast þykir honum þó að prófa að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Hann segist aðallega elda og baka fyrir sína nánustu en að baksturinn endi stundum ofan í vinnufélögunum líka. Snorri gæti ekki verið ánægðari þessa dagana en hann er nýkominn úr brúðkaupsferð frá Bandaríkjunum. Hann og Nanna Guðlaugardóttir giftu sig á dögunum og í ferðinni fékk Snorri innblástur til góðra verka í eldhúsinu. Hann gefur lesendum hér uppskrift að rækju-taco sem hann smakkaði í Los Angeles. „Þar er allt er vaðandi í gómsætum mexíkóskum mat, en þar fékk ég ótrúlega góðar rækju-tacos sem mig langaði til þess að endurskapa hérna heima og þessi uppskrift er afraksturinn af því. Hún er einföld í framkvæmd, sumarleg og gómsæt,“ segir Snorri en fallegu matarmyndirnar hans og uppskriftir að réttunum er að finna á snorrieldar.com. RÆKJU-TACO MEÐ PICO DE GALLO Rækjurnar 24 risarækjur (sirka 350 gr) 2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 tsk. cumin 3/4 tsk. cayenne pipar 1/2 tsk. laukduft (onion powder) 1/2 tsk. reykt paprika 1/2 tsk. salt safi úr 1/4 lime Lýsing: Setjið olíuna í skál, kreistið hvítlaukinn út í og hrærið kryddunum svo saman við. Setjið rækjurnar svo út í blönduna og leyfið þeim að marinerast í að minnsta kosti klukkutíma, því lengur sem þær fá að liggja því meira bragð fæst. Klárið að undirbúa afganginn af meðlætinu áður en rækjurnar eru eldaðar. Steikið rækjurnar á mjög heitri pönnu í sirka 2,5 mínútur á hvorri hlið. Kreistið svo lime safa yfir að lokum.Guacamole3 avókadó1 hvítlauksrif1/4 pakkning ferskur kóríander (líka stilkarnir)safi úr 1/4 limesalt & pipar eftir smekkLýsing: Blandið öllum hráefnunum vel saman í matvinnsluvél.Pico de gallo1 pakki kirsuberjatómatar1 lítill rauðlaukur1 jalapeño eða rautt chili1 hvítlauksrif1/2 bolli kóríanderlaufSafi úr 1/4 limeSalt & pipar eftir smekkLýsing: Skerið allt hráefnið smátt og blandið vel saman.Sýrði rjóminn100 g 10% sýrður rjómi2 msk. smátt skorin kóríanderlaufsafi úr 1/4 limeLýsing: Hrærið öllum hráefnunum vel saman.Rauðkálssalat100 g rauðkál skorið þunnt2 rifnar gulrætur1 pakkning mini-tortillur(8 stykki)Lýsing: Hitið að lokum mini-tortillurnar á pönnu og raðið svo á þær guacamole, rauðkálssalatinu, pico de gallo, rækjunum og toppið með sýrða rjómanum. Skreytið með afgangs kóríander og njótið. Öllu er raðað á mini-tortillurnar og þá er rétturinn tilbúinn.Snorri Guðmundsson
Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira