Sjö í haldi lögreglu vegna níðingsverksins í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:50 Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17
Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07