Fótbolti

Zidane og Perez deila um Ødegaard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ødegaard á æfingu með aðalliði Real Madrid.
Ødegaard á æfingu með aðalliði Real Madrid. vísir/getty
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ósáttur við Florentino Perez, forseta félagsins.

Ágreiningurinn þeirra á milli er til kominn vegna norska unglingsins Martin Ødegaard sem kom til Real Madrid frá Strømsgodset í ársbyrjun 2015.

Zidane hafði engan áhuga á að taka Ødegaard með til Norður-Ameríku þar sem aðallið Real Madrid mun æfa og spila næstu daga en Perez krafðist þess að Norðmaðurinn færi með.

Forsetinn telur að sú staðreynd að hann sé með liðinu á ferðalaginu um Norður-Ameríku hjálpi Real Madrid að finna nýtt félag fyrir Ødegaard.

Zidane ætlar ekkert að nota Ødegaard í aðalliðinu í vetur og er ósáttur við þessa afskiptasemi Perez.

Félagaskipti Ødegaards til Real Madrid vöktu mikla athygli en mörg stórlið höfðu áhuga á þessum efnilega leikmanni.

Nýlega greindi Carlo Ancelotti, sem var knattspyrnustjóri Real Madrid 2013-15, að kaupin á Ødegaard hefðu verið fjölmiðlabrella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×