Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Laun Lars sjöfalt hærri en Freys

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landsliðsþjálfari kvenna og annar landsliðsþjálfari karlalandsliðsins.
Landsliðsþjálfari kvenna og annar landsliðsþjálfari karlalandsliðsins. vísir/valli/vilhelm
Sigurkarl Aðalsteinsson, fitnesskappi og hárgreiðslumeistari, trónir efstur á lista Frjálsrar verslunar yfir þá íþróttamenn og þjálfara sem hæstar tekjur höfðu á síðasta ári. Tekjur Sigurkarls námu tæpum 1,8 milljónum á mánuði.

Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Fólkið í fimm efstu sætunum er allt með yfir milljón á mánuði. Þau eru, í þessari röð, Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi og Reynir Leósson, þjálfari karlaliðs HK í knattspyrnu.

Sjá einnig:Lars með sextíu milljónir í laun

Meðal annarra á listanum má nefna MMA-kappann Gunnar Nelson en hann er í tíunda sæti með 865.000 krónur á mánuði og Patrek Jóhannesson, landsliðsþjálfara Austurríki í handbolta, en hann er í einu af neðstu sætunum með 166.000 krónur í mánaðarlaun.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er með 670.000 krónur í mánaðarlaun samkvæmt listanum. Það umreiknast í um átta milljónir króna í árslaun. Árslaun annars þjálfara karlalandsliðsins, Lars Lacerbäck, nema um sextíu milljónum króna.

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×