Fyrirsagnir erlendu miðlanna: Gestgjafarnir binda enda á ævintýrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2016 22:18 Strákarnir okkar fagna með stuðningsmönnum í leikslok. vísir/epa Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45
Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27
Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33