Lífið

Ricky Gervais: David Brent fetar tónlistarbrautina á nýrri plötu og í bíó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
David Brent var auðvitað fæddur til þess að verða stjarna.
David Brent var auðvitað fæddur til þess að verða stjarna. Vísir
Grínarinn Ricky Gervais undirbýr nú útgáfu plötu sem hann gefur út í hlutverki David Brent sem eins og margir muna er aðal persónan í gamanþáttunum The Office. Nýja platan heitir Life in the Road eftir David Brent & Foregone Conclusion.

Tónlistinni á plötunni lýsir Gervais sem „ferðalagi, lituðu af ameríkana kántrí rokk jaðar í gegnum nútíma rapp.“ Fyrsta smáskífan kom út fyrir fjórum dögum síðan en það er lagið Lady Gipsy. Þar má sjá David Brent gangandi um skóglendi Englands þar sem hann rekst óvænt á sígaunastelpu að þvo á sér hárið. Það leiðir til fremur undarlegra samskipta.

Myndbandið við nýju smáskífuna má sjá hér;

Á Bítlaslóðum

Til þess að klára vinnslu plötunnar fór Ricky á Bítlaslóðir í Abbey Road til þess að hljóðjafna plötuna. Myndband af þeirri heimsókn er einnig afar spaugileg en augljóst er að Ricky hefur sjaldan stígið inn í hljóðver. Þegar hann sá skurningartæki fyrir vínylplötur spurði hann til dæmis; „er þetta þá bara eins og þeir gerðu plötur í The Flinstones?“.

Sjáið Ricky Gervais á Bítlaslóðum hér;

Ný bíómynd í ágúst

En það er nú ekki bara breiðskífa sem Ricky er að gefa út því í ágúst kemur fyrsta kvikmyndin um David Brent. Þar fá aðdáendur The Office að fylgjast með hinni seinheppnu skrifstofublók reyna fyrir sér á tónlistarsviðinu.

Stiklu úr myndinni má sjá hér;


Tengdar fréttir

Ricky Gervais fór mikinn

Breski grínistinn var rétt stiginn í pontu þegar hann var búinn að brenna allar brýr að baki sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×