ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 14:15 Vísir/EPA Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira