Bíó og sjónvarp

Sjöundu þáttaröð Game of Thrones frestað

Samúel Karl Ólason skrifar
Kit Harrington á Íslandi.
Kit Harrington á Íslandi.
Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðarmót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári.

David Benioff og D.B. Weiss segja ekki liggja fyrir hvenær þættirnir fara í sýningu, en ástæða frestunarinnar er skortur á snjó. Talið hefur verið að þættirnir verði sjö en það virðist ekki vera föst tala.

Þetta kom fram í viðtali við þá félaga í podcastinu UFC Unfiltered. Svo virðist sem að vitlaus þáttur sé tengdur podcastinu á vefsvæði UFC en hægt er að finna þáttinn á iTunes eða Google Play.



Þeir Benioff og Weiss segja að tökum þáttanna verði frestað svo að veður gæti endurspeglað veðrið eins og það á að vera í Westeros. EKki liggur fyrir hvenær sjöunda þáttaröð fer í sýningu.

Meðal tökustaða eru: Ísland, Króatía, Spánn og Írland. Síðustu þáttaraðir hafa senur frá Íslandi verið notaðar í bakgrunn atriða í þáttunum. Það er þó spurning hvort að þeir muni koma aftur með leikara hingað til lands þar sem þörf er á snjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.