Sport

Get ekki labbað er ég vakna á morgnana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Megatron í leik með Lions.
Megatron í leik með Lions. vísir/getty
Einn besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, Calvin Johnson, hætti frekar óvænt eftir síðasta tímabil.

Johnson, sem var alltaf kallaður Megatron, er aðeins þrítugur að aldri en líkaminn sagði einfaldlega stopp. Johnson var ekki til í að ganga algjörlega frá sér.

Leikmaðurinn viðurkennir að kannski hefði hann verið til í að pínu sig aðeins lengur áfram ef liðið sem hann spilaði með, Detroit Lions, ætti raunverulegan möguleika á því að vinna Super Bowl.

„Þetta reynir mikið á skrokkinn og heilahristingur er nánast daglegt brauð í þessum bransa. Miðað við átökin er auðvelt að fá heilahristing,“ sagði Johnson en þó svo hann sé í frábæru líkamlegu formi er hann illa farinn.

„Ég get ekki labbað er ég vakna á morgnana. Ég skríð nánast á fætur og þarf að fara í gegnum ákveðna rútínu til að komast í gang og fara að labba eðlilega. Svo fer allt í sama farið aftur.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×