Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun