Bíó og sjónvarp

Ófærð á lista The Guardian yfir bestu þætti ársins

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Ólafur Darri í hlutverki aðalpersónunnar Andra í Ófærð.
Ólafur Darri í hlutverki aðalpersónunnar Andra í Ófærð. mynd/rvk studios
Fyrr í þessum mánuði, sem brátt rennur sitt skeið, tók The Guardian saman lista yfir bestu sjónvarpsþættina það sem af er árinu 2016. Á þeim lista má finna hina íslensku Ófærð sem ættu að vera landsmönnum að góðu kunnir.

Í umsögn um þættina segir að glöggt megi greina að þeir deili erfðaefni sínu með öðrum þáttum frá Skandinavíu en þó séu þeir ekki afrit af þeim. Náttúran og landslagið geri það að verkum að þættirnir skeri sig frá öðrum.

Meðal annarra þátta sem rötuðu á listann má nefna Better Call Saul, Peaky Blinders, Game of Thrones, War and Peace og The People V OJ Simpson.

Lista The Guardian má skoða í heild sinni hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×