Ég kýs Andra Snæ Þórður Helgason skrifar 21. júní 2016 11:38 Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun