Heldur þann næstbesta Ingunn Svala Leifsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun