Samnefnarinn er hatur Sigríður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun