Sannar sögur á sýningu um Jökuldælinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2016 10:30 Páll Pálsson er sjálfmenntaður fræðimaður sem unir sér hvergi betur en á æskuheimilinu Aðalbóli. Myndir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir „Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira