Gumma Ben finnst hann vera að fá óþarflega mikla athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2016 11:25 Gummi Ben er skiljanlega enn í skýjunum eftir leikinn í gær og segir röddina verða í góðu lagi á mánudagskvöld. vísir Okkar eini sanni Gummi Ben er ekki búinn að missa röddina, ótrúlegt en satt. Þegar Vísir náði tali af honum í morgun, sem var reyndar hægara sagt en gert þar sem erlendir fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali, var hann í leigubíl á leiðinni upp á flugvöll. Hljóðið í okkar manni var gott enda eins og flestir Íslendingar enn í skýjunum með að strákarnir okkar séu komnir í 16-liða úrslit á EM. „Mér líður bara ofboðslega vel. Þetta er bara besta tilfinning í heimi; Ísland áfram í 16-liða úrslit. Ég hef bara ekki yfir neinu að kvarta í lífinu,“ segir Gummi.Átti ekki von á svona mikilli athygli Það hefur vart farið framhjá mörgum að klippa af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í leiknum í gær í lýsingu Gumma Ben hefur farið eins og eldur í sinu um internetið og má með sanni segja að Gummi hafi orðið internetstjarna á afar skömmum tíma í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi átt von á þessari miklu athygli segir hann: „Nei, ég átti ekki von á því og stefndi alls ekki að því. Það er eiginlega ekki svona mitt líf að vilja vera svona mikið í sviðsljósinu enda er þetta stund strákanna miklu frekar og það er frábært að vera smá þátttakandi í því. En mér finnst þetta óþarflega mikil athygli sem ég er að fá.“Sjá einnig: Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki ÍslendingaRöddin verður í fínu lagi á mánudagskvöld Gummi segir símann ekki hafa stoppað hjá sér síðan klukkan sjö í morgun en hann fór meðal annars í viðtal hjá BBC. Þá hafa fleiri erlendir fjölmiðlar viljað ná tali af honum og þannig hafa þó nokkri hringt inn á ritstjórn Vísis og spurt hvernig hægt sé að ná sambandi við manninn sem er einn af frægustu Íslendingum líðandi stundar.En má Gummi eitthvað tala næstu daga? Þarf hann ekki bara að hvíla röddina fyrir leikinn á móti Englandi á mánudag? „Ég verð fínn á mánudagskvöldið. Jóhann Berg skemmdi þetta reyndar aðeins í gær með þessu skoti í samskeytin þarna strax í byrjun. Það var svona óvænt og kom röddinni í opna skjöldu en ég verð annars í góðu lagi og hef engar áhyggjur af því. Það eina sem skiptir máli er að allir leikmennirnir geti spilað, það er aðalmálið,“ segir Gummi.Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa— Síminn (@siminn) June 22, 2016 „Við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld“Og hvað svo með Englandsleikinn? Hvernig metur hann möguleika strákanna okkar gegn liðinu sem fjöldi Íslendinga hefur hingað til haldið með á stórmóti? „Maður er náttúrulega bara hættur að vera raunsær þegar maður er að tala um íslenska landsliðið. Þeir eru bara búnir að spila þetta þannig. Það bara skiptir íslensku þjóðina engu máli við hverja þeir eru að fara að spila þó það séu öll þessi nöfn í íslenska landsliðshópnum og hvert mannsbarn nánast á Íslandi fylgist jafnvel betur með boltanum í Englandi heldur en á Íslandi,“ segir Gummi og bætir við að margir Íslendingar hafi fyrst valið sér lið í enska boltanum og svo þeim íslenska. „Þannig að þetta er gríðarleg upplifun fyrir þjóðina að mæta Englandi. En mér dettur ekki í hug að spá okkur því að við séum ekki að fara að vinna einhvern leik. Við kunnum ekki að tapa á þessu Evrópumóti og ég yrði bara mjög hissa ef við förum ekki alla leið gegn þeim. Þetta verður örugglega bara eins mikil dramatík og hægt er að fá og það þýðir bara eitt: við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Okkar eini sanni Gummi Ben er ekki búinn að missa röddina, ótrúlegt en satt. Þegar Vísir náði tali af honum í morgun, sem var reyndar hægara sagt en gert þar sem erlendir fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali, var hann í leigubíl á leiðinni upp á flugvöll. Hljóðið í okkar manni var gott enda eins og flestir Íslendingar enn í skýjunum með að strákarnir okkar séu komnir í 16-liða úrslit á EM. „Mér líður bara ofboðslega vel. Þetta er bara besta tilfinning í heimi; Ísland áfram í 16-liða úrslit. Ég hef bara ekki yfir neinu að kvarta í lífinu,“ segir Gummi.Átti ekki von á svona mikilli athygli Það hefur vart farið framhjá mörgum að klippa af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í leiknum í gær í lýsingu Gumma Ben hefur farið eins og eldur í sinu um internetið og má með sanni segja að Gummi hafi orðið internetstjarna á afar skömmum tíma í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi átt von á þessari miklu athygli segir hann: „Nei, ég átti ekki von á því og stefndi alls ekki að því. Það er eiginlega ekki svona mitt líf að vilja vera svona mikið í sviðsljósinu enda er þetta stund strákanna miklu frekar og það er frábært að vera smá þátttakandi í því. En mér finnst þetta óþarflega mikil athygli sem ég er að fá.“Sjá einnig: Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki ÍslendingaRöddin verður í fínu lagi á mánudagskvöld Gummi segir símann ekki hafa stoppað hjá sér síðan klukkan sjö í morgun en hann fór meðal annars í viðtal hjá BBC. Þá hafa fleiri erlendir fjölmiðlar viljað ná tali af honum og þannig hafa þó nokkri hringt inn á ritstjórn Vísis og spurt hvernig hægt sé að ná sambandi við manninn sem er einn af frægustu Íslendingum líðandi stundar.En má Gummi eitthvað tala næstu daga? Þarf hann ekki bara að hvíla röddina fyrir leikinn á móti Englandi á mánudag? „Ég verð fínn á mánudagskvöldið. Jóhann Berg skemmdi þetta reyndar aðeins í gær með þessu skoti í samskeytin þarna strax í byrjun. Það var svona óvænt og kom röddinni í opna skjöldu en ég verð annars í góðu lagi og hef engar áhyggjur af því. Það eina sem skiptir máli er að allir leikmennirnir geti spilað, það er aðalmálið,“ segir Gummi.Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa— Síminn (@siminn) June 22, 2016 „Við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld“Og hvað svo með Englandsleikinn? Hvernig metur hann möguleika strákanna okkar gegn liðinu sem fjöldi Íslendinga hefur hingað til haldið með á stórmóti? „Maður er náttúrulega bara hættur að vera raunsær þegar maður er að tala um íslenska landsliðið. Þeir eru bara búnir að spila þetta þannig. Það bara skiptir íslensku þjóðina engu máli við hverja þeir eru að fara að spila þó það séu öll þessi nöfn í íslenska landsliðshópnum og hvert mannsbarn nánast á Íslandi fylgist jafnvel betur með boltanum í Englandi heldur en á Íslandi,“ segir Gummi og bætir við að margir Íslendingar hafi fyrst valið sér lið í enska boltanum og svo þeim íslenska. „Þannig að þetta er gríðarleg upplifun fyrir þjóðina að mæta Englandi. En mér dettur ekki í hug að spá okkur því að við séum ekki að fara að vinna einhvern leik. Við kunnum ekki að tapa á þessu Evrópumóti og ég yrði bara mjög hissa ef við förum ekki alla leið gegn þeim. Þetta verður örugglega bara eins mikil dramatík og hægt er að fá og það þýðir bara eitt: við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34
Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00
Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34