Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd 25. júní 2016 12:15 Gary Martin skaut Ólsara í kaf. vísir/eyþór Áttunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. KR tapaði þriðja leiknum í röð og Bjarni Guðjónsson fékk sparkið. Skagamenn fóru hins vegar upp úr fallsæti þökk sé tveimur mörkum Garðars Gunnlaugssonar. Toppliðin FH og Fjölnir unnu bæði, þótt sigrarnir væru ólíkir. Stjörnumenn komust aftur á sigurbraut og Gary Martin fór í gang gegn Ólsurum. Blikar og Valsmenn gleymdu að reima á sig markaskóna.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan 1-0 ÍBVKR 1-2 ÍAVíkingur R. 2-0 Víkingur Ó.FH 1-0 FylkirÞróttur 0-5 FjölnirBreiðablik 0-0 ValurSkagamenn eru komnir upp úr fallsæti.vísir/eyþórGóð umferð fyrir ...... Skagamenn ÍA hafði ekki unnið í Vesturbænum í 10 ár þegar að leiknum á fimmtudaginn kom. Og lengi vel benti ekkert til þess að breyting yrði þar á. En Skagamenn gáfust ekki upp, jöfnuðu metin og Garðar skoraði svo stórglæsilegt og eftirminnilegt sigurmark. Með sigrinum komust Akurnesingar upp úr fallsæti og eru aðeins tveimur stigum frá KR.... Birni Snæ Ingason Er hinn nýi Aron Sigurðarson fundinn? Miðað við síðustu tvo leiki er svarið já. Hinn tvítugi Birnir Snær átti góðan leik gegn KR í síðustu umferð og fór svo á kostum þegar Fjölnismenn rassskelltu Þróttara í Laugardalnum í gær. Birnir kom Fjölni yfir með frábæru marki á 39. mínútu og skoraði svo annað um mínútu síðar. Hann lagði svo þriðja mark Grafarvogsliðsins upp fyrir Martin Lund Pedersen og var síógnandi á hægri kantinum.... Gary Martin Englendingurinn stimplaði sig almennilega til leiks í Pepsi-deildina í ár með tveimur mörkum gegn Ólsurum í Víkinni í gærkvöldi. Martin fékk að spila sína stöðu, sem framherji, og þakkaði fyrir sig með flottum leik. Fyrra mark Martins kom úr vítaspyrnu og hið síðara með góðu skoti á lofti. Ef honum tekst að fylgja þessari frammistöðu eftir í næstu leikjum munu Víkingar klífa upp töfluna.Guðjón Baldvinsson var rekinn af velli þegar Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð.vísir/eyþórErfið umferð fyrir ...... gjaldkera félaganna Mætingin á leikina í 8. umferð var ekki upp á marga fiska enda týnist Pepsi-deildin kannski í öllu EM-fárinu. Það var t.a.m. hálf sorglegt að sjá nánast tóma stúku í leik KR og ÍA vestur í bæ.... Bjarni Guðjónsson KR tapaði þriðja leiknum í röð og þá fengu stjórnarmenn KR nóg og ráku Bjarna og Guðmund Benediktsson, aðstoðarmann hans, úr starfi. Bjarni skilur við KR í 9. sæti deildarinnar með einungis níu stig. Aðeins tvö stig eru niður í fallsæti. Þjálfaraferill Bjarna hefur ekki byrjað glæsilega, hann féll á sínu fyrsta tímabili með Fram og mistókst að koma með stóran titil í Vesturbæinn.... Fylkismenn Átta umferðir eru búnir og enn bólar ekkert á fyrsta sigrinum. Fylkismenn biðu lægri hlut fyrir FH í gærkvöldi og eru aðeins með tvö stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar sýndu batamerki í leikjunum á undan en þeir sköpuðu sér varla færi gegn FH og voru heppnir að fá ekki meira en eitt mark á sig. Fylkismenn hafa verið samfleytt í efstu deild frá aldamótum en eins og staðan er í dag verður breyting þar á.Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, hélt hreinu á Kópavogsvellinum.vísir/eyþórTölfræðin og sagan: *Þetta er fyrsti stigalausi mánuðurinn hjá KR síðan í tæp 29 ár eða síðan í september 1987. *Síðast þegar KR vann aðeins 2 af fyrstu 9 leikjum sínum (2010) þá var þjálfari liðsins rekinn eftir leik liðsins í 11. umferð. *Framherjar KR, þeir Morten Beck Andersen og Hólmbert Aron Friðjónsson, hafa spilað í samtals 916 mínútur í Pepsi-deildinni í sumar án þess að ná að skora. *Garðar Gunnlaugsson er búinn að skora 5 af síðustu 6 mörkum ÍA í Pepsi-deildinni. *Þegar ÍA vann KR síðast á KR-velli í deildinni skoraði Arnar Gunnlaugsson tvö mörk fyrrir Skagamenn en nú skoraði Garðar Gunnlaugsson bróðir hans tvö mörk.Hólmbert er ískaldur líkt og fleiri KR-ingar.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum: „Internet sensationið Guðmundur Benediktsson er á skýrslu í kvöld, rúmum 24 tímum eftir að hafa lýst ótrúlegum 2-1 sigri Íslands á Austurríki í París. Engin hvíld á þeim bænum.“Jóhann Óli Eiðsson á Kópavogsvelli: „Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta hefur verið óttalega dapurt. Það hefur verið eitt dauðafæri en annars ekki neitt. Kannski hafa leikmenn gleymt sér yfir Brexit kosningunni, of langt á milli leikja eða EM að ræna fókus. Ég tek á móti öllum kenningum.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Birnir Snær Ingason, Fjölnir - 9 Aron Þórður Albertsson, Þróttur - 2 Davíð Þór Ásbjörnsson, Þróttur - 2Umræðan á #pepsi365„Við erum KR - ekki Fram“#pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 24, 2016Ejub talar um kraftaverk að halda sér uppi. Er það ekki meira skylda miðað vil hóp/kostnað? #pepsi365 — Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) June 24, 2016Logi Ólafs frábær í mörkunum. Fyndinn og veit allt um leikinn. Vonandi orðinn fastamaður þarna. #pepsi365 — Hrannar Már (@HrannarEmm) June 24, 2016Dagskráin í sjónvarpinu í kvöld var hræðileg, thank god fyrir Pepsímörkin sem náði að bjarga kvöldinu! #pepsi365 — Sigrún Dóra (@SigrunDora7) June 24, 2016Sumir segja ,,gamli skólinn,, ég segi vitsmunir #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/3FaN8Epz9t — Tómas Meyer (@Meyerinn) June 24, 2016Markið hans Garðars Gunnlaugssonar#pepsi365 — Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) June 23, 2016Þakka guði fyrir að dómara tríóið sem er að dæma Stjarnan - IBV sé ekki að stjórna umferð #pepsi365 — G. Orri Rósenkranz (@OrriRosenkranz) June 23, 2016Fimm mínútur í leik. KR-ÍA. Þetta er bara eins og úrslitaleikurinn '96. Einu sinni var. #pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/n91BiSeurB — S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) June 23, 2016Mark 8. umferðar Atvik 8. umferðar Markasyrpa 8. umferðar Brexit Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Áttunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. KR tapaði þriðja leiknum í röð og Bjarni Guðjónsson fékk sparkið. Skagamenn fóru hins vegar upp úr fallsæti þökk sé tveimur mörkum Garðars Gunnlaugssonar. Toppliðin FH og Fjölnir unnu bæði, þótt sigrarnir væru ólíkir. Stjörnumenn komust aftur á sigurbraut og Gary Martin fór í gang gegn Ólsurum. Blikar og Valsmenn gleymdu að reima á sig markaskóna.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan 1-0 ÍBVKR 1-2 ÍAVíkingur R. 2-0 Víkingur Ó.FH 1-0 FylkirÞróttur 0-5 FjölnirBreiðablik 0-0 ValurSkagamenn eru komnir upp úr fallsæti.vísir/eyþórGóð umferð fyrir ...... Skagamenn ÍA hafði ekki unnið í Vesturbænum í 10 ár þegar að leiknum á fimmtudaginn kom. Og lengi vel benti ekkert til þess að breyting yrði þar á. En Skagamenn gáfust ekki upp, jöfnuðu metin og Garðar skoraði svo stórglæsilegt og eftirminnilegt sigurmark. Með sigrinum komust Akurnesingar upp úr fallsæti og eru aðeins tveimur stigum frá KR.... Birni Snæ Ingason Er hinn nýi Aron Sigurðarson fundinn? Miðað við síðustu tvo leiki er svarið já. Hinn tvítugi Birnir Snær átti góðan leik gegn KR í síðustu umferð og fór svo á kostum þegar Fjölnismenn rassskelltu Þróttara í Laugardalnum í gær. Birnir kom Fjölni yfir með frábæru marki á 39. mínútu og skoraði svo annað um mínútu síðar. Hann lagði svo þriðja mark Grafarvogsliðsins upp fyrir Martin Lund Pedersen og var síógnandi á hægri kantinum.... Gary Martin Englendingurinn stimplaði sig almennilega til leiks í Pepsi-deildina í ár með tveimur mörkum gegn Ólsurum í Víkinni í gærkvöldi. Martin fékk að spila sína stöðu, sem framherji, og þakkaði fyrir sig með flottum leik. Fyrra mark Martins kom úr vítaspyrnu og hið síðara með góðu skoti á lofti. Ef honum tekst að fylgja þessari frammistöðu eftir í næstu leikjum munu Víkingar klífa upp töfluna.Guðjón Baldvinsson var rekinn af velli þegar Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð.vísir/eyþórErfið umferð fyrir ...... gjaldkera félaganna Mætingin á leikina í 8. umferð var ekki upp á marga fiska enda týnist Pepsi-deildin kannski í öllu EM-fárinu. Það var t.a.m. hálf sorglegt að sjá nánast tóma stúku í leik KR og ÍA vestur í bæ.... Bjarni Guðjónsson KR tapaði þriðja leiknum í röð og þá fengu stjórnarmenn KR nóg og ráku Bjarna og Guðmund Benediktsson, aðstoðarmann hans, úr starfi. Bjarni skilur við KR í 9. sæti deildarinnar með einungis níu stig. Aðeins tvö stig eru niður í fallsæti. Þjálfaraferill Bjarna hefur ekki byrjað glæsilega, hann féll á sínu fyrsta tímabili með Fram og mistókst að koma með stóran titil í Vesturbæinn.... Fylkismenn Átta umferðir eru búnir og enn bólar ekkert á fyrsta sigrinum. Fylkismenn biðu lægri hlut fyrir FH í gærkvöldi og eru aðeins með tvö stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar sýndu batamerki í leikjunum á undan en þeir sköpuðu sér varla færi gegn FH og voru heppnir að fá ekki meira en eitt mark á sig. Fylkismenn hafa verið samfleytt í efstu deild frá aldamótum en eins og staðan er í dag verður breyting þar á.Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, hélt hreinu á Kópavogsvellinum.vísir/eyþórTölfræðin og sagan: *Þetta er fyrsti stigalausi mánuðurinn hjá KR síðan í tæp 29 ár eða síðan í september 1987. *Síðast þegar KR vann aðeins 2 af fyrstu 9 leikjum sínum (2010) þá var þjálfari liðsins rekinn eftir leik liðsins í 11. umferð. *Framherjar KR, þeir Morten Beck Andersen og Hólmbert Aron Friðjónsson, hafa spilað í samtals 916 mínútur í Pepsi-deildinni í sumar án þess að ná að skora. *Garðar Gunnlaugsson er búinn að skora 5 af síðustu 6 mörkum ÍA í Pepsi-deildinni. *Þegar ÍA vann KR síðast á KR-velli í deildinni skoraði Arnar Gunnlaugsson tvö mörk fyrrir Skagamenn en nú skoraði Garðar Gunnlaugsson bróðir hans tvö mörk.Hólmbert er ískaldur líkt og fleiri KR-ingar.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum: „Internet sensationið Guðmundur Benediktsson er á skýrslu í kvöld, rúmum 24 tímum eftir að hafa lýst ótrúlegum 2-1 sigri Íslands á Austurríki í París. Engin hvíld á þeim bænum.“Jóhann Óli Eiðsson á Kópavogsvelli: „Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta hefur verið óttalega dapurt. Það hefur verið eitt dauðafæri en annars ekki neitt. Kannski hafa leikmenn gleymt sér yfir Brexit kosningunni, of langt á milli leikja eða EM að ræna fókus. Ég tek á móti öllum kenningum.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Birnir Snær Ingason, Fjölnir - 9 Aron Þórður Albertsson, Þróttur - 2 Davíð Þór Ásbjörnsson, Þróttur - 2Umræðan á #pepsi365„Við erum KR - ekki Fram“#pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 24, 2016Ejub talar um kraftaverk að halda sér uppi. Er það ekki meira skylda miðað vil hóp/kostnað? #pepsi365 — Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) June 24, 2016Logi Ólafs frábær í mörkunum. Fyndinn og veit allt um leikinn. Vonandi orðinn fastamaður þarna. #pepsi365 — Hrannar Már (@HrannarEmm) June 24, 2016Dagskráin í sjónvarpinu í kvöld var hræðileg, thank god fyrir Pepsímörkin sem náði að bjarga kvöldinu! #pepsi365 — Sigrún Dóra (@SigrunDora7) June 24, 2016Sumir segja ,,gamli skólinn,, ég segi vitsmunir #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/3FaN8Epz9t — Tómas Meyer (@Meyerinn) June 24, 2016Markið hans Garðars Gunnlaugssonar#pepsi365 — Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) June 23, 2016Þakka guði fyrir að dómara tríóið sem er að dæma Stjarnan - IBV sé ekki að stjórna umferð #pepsi365 — G. Orri Rósenkranz (@OrriRosenkranz) June 23, 2016Fimm mínútur í leik. KR-ÍA. Þetta er bara eins og úrslitaleikurinn '96. Einu sinni var. #pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/n91BiSeurB — S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) June 23, 2016Mark 8. umferðar Atvik 8. umferðar Markasyrpa 8. umferðar
Brexit Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira