Innlent

„Ég held að sigurinn sé í höfn“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðni og eiginkona hans Eliza.
Guðni og eiginkona hans Eliza. vísir/bjarni einarsson
Guðni Th. Jóhannesson fagnaði sigri er hann mætti í kosningavöku sína á Grand Hóteli klukkan rúmlega tólf í kvöld, en þrátt fyrir að ekki sé búið að telja öll atkvæði bendir flest til þess að Guðni verði næsti forseti Íslands.  

„Ég held að sigurinn sé í höfn. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðni. Hann sagðist hafa notið mikils stuðnings og að fyrir það sé hann afar þakklátur. „Elskulegu þið. Frá upphafi hef ég fundið styrk og velvilja við þau sjónarmið og sannfæringu um embættið. Nú virðist sigurinn í höfn. Þakka ykkur aftur innilega fyrir,“ sagði hann og bætti við að kvöldið í kvöld hafi verið stressandi, enda var í fyrstu mjótt á munum á milli hans og Höllu Tómasdóttur.

Guðni hét því jafnframt að leggja sig allan fram og sýna þjóðinni að hann sé traustsins verður. „Framtíðin er björt. Fögnum því að við berum gæfu til þess að standa saman. Þakka ykkur kærlega fyrir.“

Hann uppskar mikið lófaklapp og í kjölfarið afmælissöng, en Guðni varð 48 ára í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×