Nýir Evrópumeistarar verða krýndir því Ítalir sendu Spánverja heim | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2016 17:45 Giorgio Chiellini fagnar marki sínu. Vísir/EPA Spánverjar verða ekki Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð því meistarar síðustu tveggja Evrópumóta eru úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-0 tap á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum á Stade de France í kvöld. Ítalir voru miklu betri í leiknum og Spánverjar geta þakkað markverði sínum David De Gea fyrir að spennan hélst í leiknum allan tímann. Ítalir gulltryggðu ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma leiksins. Það var varnarmaðurinn Giorgio Chiellini sem skoraði fyrra markið á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir fastri aukaspyrnu sem David De Gea hafði varið frá Éder. Graziano Pellè gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma alveg eins og hann gerði á móti Belgum. Pellè fékk boltann frá Matteo Darmian og afgreiddi hann í markið. Gianluigi Buffon fékk ekki mikið að gera fram eftir öllum leiknum en varði mjög vel á lokakaflanum þegar Spánverjar juku pressuna. Spænska liðið var ekki búið að tapa í fjórtán leikjum í röð í úrslitakeppni EM fyrir tapið á móti Króatíu í lokaumferð riðilsins en var nú að tapa sínum öðrum leik í röð. Það var fátt sem minnti á það að þarna færi ríkjandi Evrópumeistarar en Ítalir tryggðu sér með þessum sigri leik á móti heimsmeisturum Þýskalands í átta liða úrslitunum.1-0 fyrir Ítalíu MARK! Chiellini fylgir eftir aukaspyrnu og kemur #ITA yfir gegn #ESP! #EMÍsland https://t.co/PSW9T2EYf1— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Seinna mark Ítala og sigurinn í höfn Ítalía bætir við marki í uppbótartíma og slá Spánverja út 2-0. #EMÍsland #ESP #ITA https://t.co/ssjcjcvekf— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Spánverjar verða ekki Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð því meistarar síðustu tveggja Evrópumóta eru úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-0 tap á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum á Stade de France í kvöld. Ítalir voru miklu betri í leiknum og Spánverjar geta þakkað markverði sínum David De Gea fyrir að spennan hélst í leiknum allan tímann. Ítalir gulltryggðu ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma leiksins. Það var varnarmaðurinn Giorgio Chiellini sem skoraði fyrra markið á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir fastri aukaspyrnu sem David De Gea hafði varið frá Éder. Graziano Pellè gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma alveg eins og hann gerði á móti Belgum. Pellè fékk boltann frá Matteo Darmian og afgreiddi hann í markið. Gianluigi Buffon fékk ekki mikið að gera fram eftir öllum leiknum en varði mjög vel á lokakaflanum þegar Spánverjar juku pressuna. Spænska liðið var ekki búið að tapa í fjórtán leikjum í röð í úrslitakeppni EM fyrir tapið á móti Króatíu í lokaumferð riðilsins en var nú að tapa sínum öðrum leik í röð. Það var fátt sem minnti á það að þarna færi ríkjandi Evrópumeistarar en Ítalir tryggðu sér með þessum sigri leik á móti heimsmeisturum Þýskalands í átta liða úrslitunum.1-0 fyrir Ítalíu MARK! Chiellini fylgir eftir aukaspyrnu og kemur #ITA yfir gegn #ESP! #EMÍsland https://t.co/PSW9T2EYf1— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Seinna mark Ítala og sigurinn í höfn Ítalía bætir við marki í uppbótartíma og slá Spánverja út 2-0. #EMÍsland #ESP #ITA https://t.co/ssjcjcvekf— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira