Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2016 14:30 Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. Vísir/Getty Enskir fjölmiðlar eru undirlagðir umfjöllun um landsleik Íslands og Englands sem fram fer í Nice í kvöld í 16-liða úrslitum EM. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þeirra er ljóst að þeir ætlist til þess að England vinni en takist það ekki verði Roy Hodgson, þjálfari liðsins, án vafa sagt upp störfum. Þó virðast enskir sérstaklega leggja áherslu á það að leikurinn fari ekki vítaspyrnukeppni enda hafa Englendir ekki riðum feitum hesti frá þeim í gegnum tíðina. Á vefsíðu The Guardian má finna grein sem ber yfirskriftina „England og vítaspyrnukeppnir: 20 ára sárindi sem gætu haldið áfram gegn Íslandi.“ Þar er gripið niður í kafla úr bók Ben Lyttleton um vítaspyrnur. Rifjað er upp að á í gær hafi verið 20 ár síðan England datt út úr undanúrslitum EM 1996 sem haldið var á Englandi. Liðið spilaði gegn Þýskalandi en á HM 1990 höfðu Englendingar einnig dottið út gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Nú væri því tækifærið til þess að hefna. Staðan var 5-5 eftir fimm spyrnur á lið en fræg spyrna Gareth Southgate í bráðabana og örugg spyrna Andreas Möller gerði það að að verkum að Englendingar duttu út og síðan hafa þeir aldrei komist jafn nálægt því að vinna titil.#Eng and penalties: 20 years of hurt that could continue against #Isl. By @benlyt https://t.co/jVMuekx9jM pic.twitter.com/a7hrSjIwyi— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Pressan öll á Roy Hodgson Umfjöllun The Guardian fyrir leikinn er raunar mjög öflug. Líkt og Vísir hefur fjallað um birtist ítarleg leikgreining á leikstíl íslenska landsliðsins á vef The Guardian þar sem sagt er að helsti styrkleiki liðsins sé hversu vel okkar menn þekkist. Veikleikana megi þó finna á vinstri kantinum. Daniel Taylor, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar The Guardian, ritar einnig grein þar sem hann segir að Englendingar verði einfaldlega að vinna Íslendinga ella verði Roy Hodgson rekinn. „Ef til vill er besta leiðin til þess að átta sig á þeirri hættu sem Roy Hodgson og enska liðið stendur nú frammi fyrir að ímynda sér þau viðbrögð sem líta munu dagsins ljós tapi England,“ segir Taylor sem telur að tapi England muni það líklega verða vandræðalegasta tap í sögu enska landsliðsins. Þá fer The Guardian einnig yfir stuðningssöngva íslenskra stuðningsmanna sem vakið hafa verðskuldaða athygli og telur það lagið Ég er kominn heim „það skrýtnasta af þeim öllum.“#Euro2016: favourites #ENG must not underestimate #ISLhttps://t.co/2jeYAAfuYH— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Hvar er Andy Carrol? Á vefsíðu Telegraph skrifar Bradley Simmonds, fyrrverandi leikmaður ÍBV, um reynslu sína af því að hafa spilað á Íslandi. Hann segir að það sem hafi honum mest á óvart væri æfingaaðstaðan sem boðið var upp á í Eyjum en hann telur að hún sé sambærileg við það sem eitt af betri liðunum í ensku C-deildinni bjóði upp á en í grein sinni fer hann yfir kunnuglegar ástæður þess af hverju Íslandi gangi svona vel, þjálfun, innanhúshallir. Þið þekkið þetta. Telegraph fetar einnig í fótspor The Guardian og birtir ítarlega leikgreiningu á því hvernig England geti borið sigur úr bítum í kvöld. Að mati greinarhöfundar þarf enska liðið að bjóða íslenska liðinu að sækja svo betur megi brjóta niður ofurskipulagða vörn okkar manna. Þá þurfi kantmenn Englendinga að faðma hliðarlínuna til þess að teygja á vörninni auk þess sem að hann saknar Andy Carroll, framherja West Ham, sem ekki var valinn í landslið Englands. Á vef Mail Online eru hinir íslensku leikmenn kynntir fyrir enskum lesendum en auðvitað er því slegið upp að í liði Íslands sé leikstjóri sem leikstýrt hafi Eurovision-myndbandi fyrir Ísland.#ISL's stars include a film-maker and 'Thor'. Meet the men facing #ENG tonight https://t.co/pXTX7kzfhX pic.twitter.com/xdsBuTLWOn— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Einnig fjallar Mail Online um að enska landsliðið hafi skroppið í þægilega göngu um Nice en svo virðist að einhver heppinn stuðningsmaður íslenska landsliðsins hafi fengið góða bolamynd af sér með Roy Hodgson.#ENG take a stroll in the Nice sunshine as Roy Hodgson's side prepare for #ISL clash https://t.co/WgfufWs8BY pic.twitter.com/wlLg9c4GPw— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Á vef BBC spáir hinn getspaki Mark Lawrenson Englendingum 3-0 sigri en Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar BBC, tekur í sama streng og kollegi sinn hjá The Guardian og segir að Roy Hodgson verði einfaldlega að næla í sigur, ella verði hann rekinn.Ljóst er því að öll pressan virðist vera á Englendingum í kvöld. Mikil spenna er fyrir leikinn og gríðarlegur áhugi. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum en leikurinn er stærri fjölmiðlaviðburður en viðureign Spánar og Ítalíu sem fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma í dag. 250 skrifandi blaðamenn verða á leik Íslands og Englands í kvöld og 100 ljósmyndarar. Auk þess verða 100 lýsendur frá 60 sjónvarpsstöðvum. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Enskir fjölmiðlar eru undirlagðir umfjöllun um landsleik Íslands og Englands sem fram fer í Nice í kvöld í 16-liða úrslitum EM. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þeirra er ljóst að þeir ætlist til þess að England vinni en takist það ekki verði Roy Hodgson, þjálfari liðsins, án vafa sagt upp störfum. Þó virðast enskir sérstaklega leggja áherslu á það að leikurinn fari ekki vítaspyrnukeppni enda hafa Englendir ekki riðum feitum hesti frá þeim í gegnum tíðina. Á vefsíðu The Guardian má finna grein sem ber yfirskriftina „England og vítaspyrnukeppnir: 20 ára sárindi sem gætu haldið áfram gegn Íslandi.“ Þar er gripið niður í kafla úr bók Ben Lyttleton um vítaspyrnur. Rifjað er upp að á í gær hafi verið 20 ár síðan England datt út úr undanúrslitum EM 1996 sem haldið var á Englandi. Liðið spilaði gegn Þýskalandi en á HM 1990 höfðu Englendingar einnig dottið út gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Nú væri því tækifærið til þess að hefna. Staðan var 5-5 eftir fimm spyrnur á lið en fræg spyrna Gareth Southgate í bráðabana og örugg spyrna Andreas Möller gerði það að að verkum að Englendingar duttu út og síðan hafa þeir aldrei komist jafn nálægt því að vinna titil.#Eng and penalties: 20 years of hurt that could continue against #Isl. By @benlyt https://t.co/jVMuekx9jM pic.twitter.com/a7hrSjIwyi— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Pressan öll á Roy Hodgson Umfjöllun The Guardian fyrir leikinn er raunar mjög öflug. Líkt og Vísir hefur fjallað um birtist ítarleg leikgreining á leikstíl íslenska landsliðsins á vef The Guardian þar sem sagt er að helsti styrkleiki liðsins sé hversu vel okkar menn þekkist. Veikleikana megi þó finna á vinstri kantinum. Daniel Taylor, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar The Guardian, ritar einnig grein þar sem hann segir að Englendingar verði einfaldlega að vinna Íslendinga ella verði Roy Hodgson rekinn. „Ef til vill er besta leiðin til þess að átta sig á þeirri hættu sem Roy Hodgson og enska liðið stendur nú frammi fyrir að ímynda sér þau viðbrögð sem líta munu dagsins ljós tapi England,“ segir Taylor sem telur að tapi England muni það líklega verða vandræðalegasta tap í sögu enska landsliðsins. Þá fer The Guardian einnig yfir stuðningssöngva íslenskra stuðningsmanna sem vakið hafa verðskuldaða athygli og telur það lagið Ég er kominn heim „það skrýtnasta af þeim öllum.“#Euro2016: favourites #ENG must not underestimate #ISLhttps://t.co/2jeYAAfuYH— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Hvar er Andy Carrol? Á vefsíðu Telegraph skrifar Bradley Simmonds, fyrrverandi leikmaður ÍBV, um reynslu sína af því að hafa spilað á Íslandi. Hann segir að það sem hafi honum mest á óvart væri æfingaaðstaðan sem boðið var upp á í Eyjum en hann telur að hún sé sambærileg við það sem eitt af betri liðunum í ensku C-deildinni bjóði upp á en í grein sinni fer hann yfir kunnuglegar ástæður þess af hverju Íslandi gangi svona vel, þjálfun, innanhúshallir. Þið þekkið þetta. Telegraph fetar einnig í fótspor The Guardian og birtir ítarlega leikgreiningu á því hvernig England geti borið sigur úr bítum í kvöld. Að mati greinarhöfundar þarf enska liðið að bjóða íslenska liðinu að sækja svo betur megi brjóta niður ofurskipulagða vörn okkar manna. Þá þurfi kantmenn Englendinga að faðma hliðarlínuna til þess að teygja á vörninni auk þess sem að hann saknar Andy Carroll, framherja West Ham, sem ekki var valinn í landslið Englands. Á vef Mail Online eru hinir íslensku leikmenn kynntir fyrir enskum lesendum en auðvitað er því slegið upp að í liði Íslands sé leikstjóri sem leikstýrt hafi Eurovision-myndbandi fyrir Ísland.#ISL's stars include a film-maker and 'Thor'. Meet the men facing #ENG tonight https://t.co/pXTX7kzfhX pic.twitter.com/xdsBuTLWOn— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Einnig fjallar Mail Online um að enska landsliðið hafi skroppið í þægilega göngu um Nice en svo virðist að einhver heppinn stuðningsmaður íslenska landsliðsins hafi fengið góða bolamynd af sér með Roy Hodgson.#ENG take a stroll in the Nice sunshine as Roy Hodgson's side prepare for #ISL clash https://t.co/WgfufWs8BY pic.twitter.com/wlLg9c4GPw— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Á vef BBC spáir hinn getspaki Mark Lawrenson Englendingum 3-0 sigri en Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar BBC, tekur í sama streng og kollegi sinn hjá The Guardian og segir að Roy Hodgson verði einfaldlega að næla í sigur, ella verði hann rekinn.Ljóst er því að öll pressan virðist vera á Englendingum í kvöld. Mikil spenna er fyrir leikinn og gríðarlegur áhugi. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum en leikurinn er stærri fjölmiðlaviðburður en viðureign Spánar og Ítalíu sem fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma í dag. 250 skrifandi blaðamenn verða á leik Íslands og Englands í kvöld og 100 ljósmyndarar. Auk þess verða 100 lýsendur frá 60 sjónvarpsstöðvum. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti