Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 22:35 Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir. vísir/epa „Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“ Fréttir af flugi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“
Fréttir af flugi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira