Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Tómas þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 19:15 Leikmenn íslenska landsliðsins í Frakklandi og þjálfarar fengu dagsfrí frá fjölmiðlum í gær eftir sigurinn á Englandi en í dag stukku þjálfararnir aftur upp á hestinn og svöruðu spurningum blaðamanna í 45 mínúturá Novotel í Annecy. Nokkrir sænskir fréttamenn fylgja íslenska liðinu hvert fótmál en þeir vildu vita hvort Lars væri meðvitaður um hversu ævintýralega vinsæll hann er í heimalandinu þessa stundina vegna árangurs strákanna okkar. „Auðvitað hef ég tekið eftir þessu. Ég er búinn að tala við fólk heima og ég fer aðeins á internetið þannig ég er meðvitaður um hvað er að gerast. Það er alltaf betra að vera í jákvæðu umhverfi. Það mikilvægasta er samt það sem er að gerast hérna,“ sagði Lars á blaðamannafundi í dag. Lars var einn af njósnurum sænska landsliðsins á HM 94 í Bandaríkjunum þar Svíar gerðu sér lítið fyrir og unnu bronsið. Eðlilega var gleðin mikil í Svíþjóð á meðan mótinu stóð en Lagerbäck og sænsku strákarnir voru ekki jafnmeðvitaðir um gleðina heima fyrir og íslensku strákarnir núna á gervihnattaröld. „Það áttaði sig enginn á því hversu stórt þetta var í Svíþjóð því það var ekkert internet og í öllum sænska hópnum voru bara nokkrir farsímar. Þegar maður kom heim til Svíþjóðar sá maður að hægt er að bera þetta saman við það sem er að gerast á Íslandi núna. Það er líka svipaður andi í íslenska hópnum núna og var hjá Svíþjóð þá,“ sagði Lars. Annar gamall gamall hundur í faginu, Egil Drillo Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, sagði í gær að Lars ætti að vera maðurinn sem tekur við Englandi en tap enska liðsins gegn Íslandi var síðasti leikur Roy Hodgson. Það er ekki að fara að gerast. „Nei, það held ég ekki. Ég verð að átta mig á því að það er kominn tími til að hvíla sig aðeins. Vonandi get ég starfað áfram við fótbolta en ég held ég taki ekki annað þjálfarastarf. Þó þetta sé fallega sagt af Drillo er ég ekki í myndinni hjá Englendingum held ég. Sendu honum samt mínar bestu kveðjur og þakkaðu honum fyrir,“ sagði Lars Lagerbäck. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45 Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. 29. júní 2016 11:00 Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Hannes: Ég er stoltur Halldórsson Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi. 29. júní 2016 13:15 Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi Þröngt máttu sáttir sitja á blaðamannafundi Lars og Heimis í Annecy í dag. 29. júní 2016 10:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins í Frakklandi og þjálfarar fengu dagsfrí frá fjölmiðlum í gær eftir sigurinn á Englandi en í dag stukku þjálfararnir aftur upp á hestinn og svöruðu spurningum blaðamanna í 45 mínúturá Novotel í Annecy. Nokkrir sænskir fréttamenn fylgja íslenska liðinu hvert fótmál en þeir vildu vita hvort Lars væri meðvitaður um hversu ævintýralega vinsæll hann er í heimalandinu þessa stundina vegna árangurs strákanna okkar. „Auðvitað hef ég tekið eftir þessu. Ég er búinn að tala við fólk heima og ég fer aðeins á internetið þannig ég er meðvitaður um hvað er að gerast. Það er alltaf betra að vera í jákvæðu umhverfi. Það mikilvægasta er samt það sem er að gerast hérna,“ sagði Lars á blaðamannafundi í dag. Lars var einn af njósnurum sænska landsliðsins á HM 94 í Bandaríkjunum þar Svíar gerðu sér lítið fyrir og unnu bronsið. Eðlilega var gleðin mikil í Svíþjóð á meðan mótinu stóð en Lagerbäck og sænsku strákarnir voru ekki jafnmeðvitaðir um gleðina heima fyrir og íslensku strákarnir núna á gervihnattaröld. „Það áttaði sig enginn á því hversu stórt þetta var í Svíþjóð því það var ekkert internet og í öllum sænska hópnum voru bara nokkrir farsímar. Þegar maður kom heim til Svíþjóðar sá maður að hægt er að bera þetta saman við það sem er að gerast á Íslandi núna. Það er líka svipaður andi í íslenska hópnum núna og var hjá Svíþjóð þá,“ sagði Lars. Annar gamall gamall hundur í faginu, Egil Drillo Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, sagði í gær að Lars ætti að vera maðurinn sem tekur við Englandi en tap enska liðsins gegn Íslandi var síðasti leikur Roy Hodgson. Það er ekki að fara að gerast. „Nei, það held ég ekki. Ég verð að átta mig á því að það er kominn tími til að hvíla sig aðeins. Vonandi get ég starfað áfram við fótbolta en ég held ég taki ekki annað þjálfarastarf. Þó þetta sé fallega sagt af Drillo er ég ekki í myndinni hjá Englendingum held ég. Sendu honum samt mínar bestu kveðjur og þakkaðu honum fyrir,“ sagði Lars Lagerbäck. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45 Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. 29. júní 2016 11:00 Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Hannes: Ég er stoltur Halldórsson Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi. 29. júní 2016 13:15 Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi Þröngt máttu sáttir sitja á blaðamannafundi Lars og Heimis í Annecy í dag. 29. júní 2016 10:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45
Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. 29. júní 2016 11:00
Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30
Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15
Hannes: Ég er stoltur Halldórsson Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi. 29. júní 2016 13:15
Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi Þröngt máttu sáttir sitja á blaðamannafundi Lars og Heimis í Annecy í dag. 29. júní 2016 10:30